Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Menningarveisla Sólheima
Líf&Starf 2. júní 2015

Menningarveisla Sólheima

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sólheimar fagna í ár 85 ára afmæli og verður Menningarveisla sett í  10. skipti laugardaginn 6. júní kl. 13.00.

Ómar Ragnarsson heiðra samfélagið með nærveru sinni og opna Menningarveisluna með formlegum hætti. Það eru allir velkomnir á opnunina en þá verða sýningar formlega opnaðar og verða fyrstu tónleikar Menningarveislunnar með íbúum Sólheima. 

Metnaðarfull dagskrá hefur verið undirbúin og mun veislan standa fram til 22 ágúst. Í ár eru 30 ár síðan Reynir Pétur gekk hringinn í kringum Ísland með eftirminnilegum hætti. 

Sett hefur verið upp sýning í íþróttaleikhúsi Sólheima til að minnast þess merka atburðar, en íþróttaleikhúsið er einmitt sú bygging sem safnað var fyrir með göngunni.

Ljósmyndasýningar hafa verið settar upp, umhverfistengdar sýningar eru í Sesseljuhúsi auk þess sem fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar verða í boði í allt sumar. 

Sýning á listmunum íbúa verður í Ingustofu, en þar verður að finna verk sem íbúar hafa unnið á vinnustofum Sólheima. Tónleikar eru alla laugardaga í Sólheimakirkju þar sem fjölbreyttur hópur listamanna mun koma fram. Lögð hefur verið sérstök áhersla á fjölbreytileika í dagskrá Menningarveislunnar og mun t.d. Háskólalestin koma í heimsókn, hestadagar verða í boði, brúðuleikhús og sænskur fjöllistahópur svo eitthvað sé nefnt. 

Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ókeypis er á alla viðburði og er það von íbúa Sólheima að sem flestir komi í heimsókn og njóta þess einstaka samfélags sem Sólheimar er og fagni með okkur 85 ára afmælisárinu.

Skylt efni: Sólheimar | hátíð | uppákomur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...