Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Melinda
Hannyrðahornið 25. júní 2018

Melinda

Höfundur: Handverkskúnst
Létt og þægilegt heklað hárband með slaufu.
 
Garn:  Drops Baby Merino, litur 46, 50 gr fæst hjá Handverkskúnst.
Heklunál: 3 mm.
Heklfesta:  
Stærð:  Ein stærð, sirka 56/60 cm.
 
Ef breyta á stærð hárbandsins er gott að mæla ummál höfuðs og draga frá 8 sm. Þannig ætti að fást passleg stærð. 
 
HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti stuðull í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 stuðli í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð.
 
Stykkið er heklað í 2 hlutum. Fyrst er heklað eitt band fram og til baka með gatamynstri. Bandið er saumað saman við miðju að framan. Síðan er heklað minna band með stuðlum sem hnýtt er utan um sjálft hárbandið við miðju að framan. 
 
HÁRBAND:
Heklið 17 loftlykkjur með heklunál 3 með Baby Merino. Fyrsta umferð er hekluð þannig: Heklið 2 stuðla + 3 loftlykkjur + 2 stuðla í 8. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 2 loftlykkjur, heklið 2 stuðla + 3 loftlykkjur + 2 stuðla í næstu loftlykkju *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, hoppið yfir 2 loftlykkjur og endið með 1 stuðul í síðustu loftlykkju. 
 
Heklið síðan fram og til baka eins og útskýrt er í A.1, þ.e.a.s. endurtakið umferð 2 og 3 þar til stykkið mælist ca 48-52 cm frá uppfitjunarkanti – lesið MÆLING. Heklið síðan umferð 4 eins og útskýrt er í A.1. Saumið hárbandið saman með 1 spori í hverja lykkju = miðja að framan.
 
SLAUFA:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3, heklið síðan 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni = 2 stuðlar. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.2 fram og til baka upp að A.X. Endurtakið A.X alls 3 sinnum á hæðina (= 6 umferðir), heklið síðan A.2 til loka. Klippið frá og festið enda.
 
Hnýtið bandið utan um hárbandið við miðju að framan þannig að saumurinn sjáist ekki.
 
Heklkveðja frá mæðgunum í Handverkskúnst,
Elín og Guðrún María
 

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f