Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einar Brynjólfsson og Skúli Björnsson.
Einar Brynjólfsson og Skúli Björnsson.
Lesendarýni 9. september 2021

Meiri skógrækt –betra loftslag

Höfundur: Einar Brynjólfsson og Skúli Björnsson

Segja má að loftslagsmál hafi verið í brennidepli undanfarnar vikur, allt frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti ógnvænlega ­skýrslu um stöðu þessara mála. Píratar hafa um árabil haft mjög metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, enda hlaut hún hæstu einkunn Ungra umhverfissinna nýverið. Í stefnunni segir m.a.:

Loftslagsmálin eru án efa eitt af stærstu viðfangsefnum samtímans. Við Píratar erum tilbúin í þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að byggja upp græna og sjálfbæra framtíð. Á sama tíma vitum við að fram undan eru óumflýjanlegar umbreytingar á veröld okkar sem Íslendingar, eins og heimsbyggðin öll, þurfa að búa sig undir. Við sjáum fyrir okkur samfélag og lífríki sem blómstrar þrátt fyrir þau risavöxnu verkefni sem glíma þarf við.

Kolefnishlutleysi er lykilþáttur í að leiðrétta loftslagsógnina. Við viljum ná því með því að byggja upp græna og sjálfbæra framtíð, sem krefst opinberra fjárfestinga með tilheyrandi tækifærum til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Við viljum búa til skattalega hvata fyrir atvinnulífið til að grænvæðast, styrkja græna sprota, koma í veg fyrir stuðning við mengandi stóriðju, meta allar aðgerðir ríkisins og útgjöld þess út frá umhverfis- og loftslagsmálum, svo fátt eitt sé nefnt.Á þessum vettvangi langar okkur til að benda á eina leið í átt að kolefnishlutleysi sem jafnframt er hluti af stefnu Pírata en hefur ekki fengið mikið rúm í opinberri umræðu, en það er stóraukin skógrækt. Tré losa koltvísýring úr andrúmsloftinu og binda hann í vefjum sínum og í jarðveginum en skila súrefnishluta CO2 sameindarinnar aftur út í andrúmsloftið.

Skoðum nokkur gildi fyrir einn hektara skógar: Plöntun og girðing kostar um 500.000 kr. Binding kolefnis er 7-8 tonn á ári að meðaltali yfir landið. Uppskera gæti orðið 7 tonn á ári ef miðað er við 60 ára vaxtarlotu. Ágóðinn af uppbyggingu þessarar auðlindar er í raun margþættur: Hún bindur kolefni, gefur af sér afurð, skapar vinnu og – síðast en ekki síst – er til mikillar prýði.

Skóg- og kjarrlendi landsins, sem nú þegar er til staðar, geymir 37% þess kolefnis sem bundið er í lífmassa landsins en þekur einungis 1,9% landsins. Nú er lag að ráðast í stórátak í nýskógrækt, með því verður stigið eitt skref – af mörgum – í átt til kolefnishlutleysis, í átt að betra loftslagi fyrir komandi kynslóðir.

 

Einar Brynjólfsson
& Skúli Björnsson

Einar og Skúli skipa 1.
og 5. sæti á lista Pírata

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...