Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Túnkort.
Túnkort.
Mynd / Loftmyndir / Anna Lóa Sveinsdóttir
Á faglegum nótum 4. apríl 2016

Meira vinnuhagræði – minni sóun

Höfundur: Anna Lóa Sveinsdóttir ráðunautur hjá RML
Eitt af verkefnum flestra búnaðarsambanda er að sinna túnkortagerð fyrir bændur, þar sem útbúið er stafrænt túnkort sem síðan er tengt við skýrsluhaldskerfið Jörð.is. 
 
RML hefur sinnt þessari þjónustu fyrir Austurland, Skagafjörð og Vesturland samkvæmt samningi milli þeirra búnaðarsambanda og RML. Undirrituð er staðsett á Austurlandi og hefur sinnt þessari þjónustu þar og skrifar því þessa grein út frá þeirri reynslu en talar ekki fyrir hönd búnaðarsambanda almennt. RML hefur svo rétt til að sinna viðhaldsþjónustu túnkorta, þ.e. gera lagfæringar og breytingar eftir óskum hvers bónda. 
 
Túnkort er yfirlitsmynd af ræktun viðkomandi bús þar sem gert er grein fyrir útlínum hverrar spildu fyrir sig og upplýsingar um auðkenni og stærð spildunnar koma fram í svokölluðum spildulista. Þegar túnkort hefur verið unnið af RML fær bóndi afrit á pappírsformi en einnig er upplýsingum hlaðið inn í skýrsluhaldsforritið Jörð.is. Bóndi hefur tvenns konar ávinning af túnkorti, annars vegar sem vinnuskjal heima á búi og sem stafræn skráning á umfang ræktunar á búi. Stafrænt túnkort hefur mikla þýðingu fyrir bónda þar sem það er eitt af megin forsendum t.d. fyrir að fá styrkveitingar fyrir jarðrækt.
 
Hvernig nýtist svo túnkort bónda? 
 
Að nota túnkort heima á búi gefur bónda yfirlitssýn yfir ræktun og er sem vinnuskjal síðan notað til að skrá upplýsingar inn í skýrsluhaldskerfið Jörð.is. Það mætti bera þetta saman við fjárbók og Fjárvís eða að skrá mjólkurvigt í stílabók áður en skráð er í Huppu. Sem dæmi er RML með þjónustu fyrir bændur þar sem útbúin eru skráningarblöð ásamt útprentun á túnkorti fyrir bændur til að hafa í dráttarvélinni við t.d. dreifingu búfjáráburðar eða tilbúins áburðar, skráningu á uppskeru sem margir nýta sér þegar rúllum er keyrt af túni heim að búi, svo dæmi séu tekin. Hægt er að sjá frekar upplýsingar um þetta á heimasíðu RML, www.rml.is. Megintilgangur þessarar greinar er að hvetja bændur til að nýta túnkortin til hagræðingar frekar en að láta þau liggja ofan í skúffu. 
 
Ýmsir möguleikar koma til greina á því hvernig hægt er að nota túnkort til daglegra verka. Hægt er að vera með afrit af túnkorti plastað upp á vegg í t.d. útihúsi og hlöðu, til að skrá af hvaða spildum er gefið á hverjum tíma eða jafnvel í lofti á dráttarvélinni sem mest er unnið á við jarðrækt, heyskap eða heimkeyrslu uppskeru. Ef túnkortið er plastað ætti að vera hægt að kaupa töflutúss til að skrifa á kortið ef ekki hentar að nota skráningarblöð, sem síðan er strokað út þegar innskráningu er lokið í Jörð.is. Ef menn eru ókunnugir þessu forriti, eða vilja læra meira en þeir nú þegar kunna, eru auglýst námskeið í Jörð.is sem stefnt er á að halda í apríl víðs vegar um landið í samvinnu RML og endurmenntunardeild LbhÍ.  
 
Ein af grunnforsendum nýtingar
 
Túnkort er ein af grunnforsendum fyrir réttri nýtingu á skýrsluhaldskerfi jarðræktar, Jörð.is, ásamt innskráningu upplýsinga, líkt og öll skýrsluhaldskerfi byggja á. 
 
Túnkortaupplýsingar eru nýttar við gerð t.d. áburðaráætlunar, skráningu endurræktunar en þá er einnig hægt að halda utan um ræktunarsögu hverrar spildu eða grunn að fóðuröflunaráætlun svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að færa hluta gæðastýringar í sauðfjárrækt úr möppu í tölvu með því að skrá áburðarnotkun og uppskeru fyrir hvert ár inn í Jörð.is. Myndast því saga sem hægt er að fylgjast með á sjónrænan máta t.d. með samanburði á uppskeru og áburðarnotkun fyrir ákveðnar spildur.
 
Hægt er að sjá niðurstöður jarðvegs- eða heyefnagreininga fyrir hverja þá spildu sem efni voru greind á. Þá er einnig hægt að tengja fóðurforða búsins, sé uppskera skráð, við hin árlegu skýrslu­skil forðagæslunnar. Möguleikar sem túnkort leiða út frá sér eru því margþættir og er hægt að sjá mikinn ávinning á að hafa túnkort og því er spurt: 
Er til túnkort fyrir ræktun á þínu búi og ef svo er, er túnkortið nýtt til fullnustu?
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...