Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heilbrigðar kýr í fjósi.
Heilbrigðar kýr í fjósi.
Mynd / ghp
Á faglegum nótum 27. janúar 2023

Meira um Parainfluensu í nautgripum

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár og Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir í NA-umdæmi, bæði hjá Matvælastofnun.

Eins og fram kom í grein sem birt var hér á heimasíðunni og í Bændablaðinu síðastliðið haust greindist Bovine Parainfluensa 3 veira í fyrsta sinn snemma haustið 2022 á einum bæ á Norðausturlandi. Þar höfðu kýr verið veikar af veiruskitu, en voru á sama tíma með einkenni frá öndunarfærum sem ekki pössuðu við hina venjulegu sjúkdómsmynd veiruskitu.

Kýrnar voru að veikjast af skitu í annað sinn á einu ári, sem er óvanalegt. Þær urðu mun veikari í seinna skiptið og sýndu eins og áður segir einkenni frá öndunarfærum á sama tíma. Um var að ræða þurran hósta, mæði við áreynslu og blóðnasir. Einkennin fóru yfir allt fjósið en minna virtist vera um blóðnasir hjá kálfunum. Tekin voru sýni úr 6 kúm á bænum og sá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum um að senda sýnin til erlendra rannsóknarstofa í viðeigandi rannsóknir miðað við sjúkdómseinkenni. Sýnin voru öll neikvæð m.t.t. mótefna gegn smitandi slímhúðarpest (BVD), smitandi barkabólgu (IBR (BHV1)) og smitandi öndunarfærabólgu (BRSV) en 5 sýni af 6 voru jákvæð hvað varðar mótefni gegn Bovine Parainfluensa 3 virus (BPIV3).

Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. BPIV3 er landlæg í nautgripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfirleitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Ekki varð vart við nein alvarlegri einkenni í kjölfar sýkingarinnar á umræddum bæ og hafa gripirnir allir náð sér og eru einkennalausir.

Þegar ofangreind niðurstaða barst var ekki vitað hvort um væri að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran væri dreifð í kúastofninum. Veiran veldur oftast vægum einkennum og sýking getur því hafa farið það dult að ekki hafi orðið vart við hana. Helst er álitið að BPIV3 veiran hafi náð sér á strik á umræddum bæ vegna þess, að hún var til staðar í gripahópnum og að kýrnar höfðu orðið fyrir ónæmisbælingu við ítrekaðar sýkingar með coronaveirunni sem veldur veiruskitu.

Til þess að komast að því hversu útbreidd þessi veira er í íslenska nautgripastofninum voru rúmlega 70 sýni send til rannsóknar á haustmánuðum. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að veiran finnst nú þegar í öllum landshlutum. Er því litið svo á að um sé að ræða dulda, landlæga sýkingu sem almennt er ekki að valda veikindum í nautgripum hérlendis. Miðað við umrætt tilvik virðist ákveðin ónæmisbæling vera forsenda þess að sýkingin magnist upp og fari að valda sjúkdómseinkennum.

Skylt efni: veiruskita

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...