Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2025

Meira svigrúm til áburðarnotkunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að reglugerð er nú í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á notkunarmöguleikum á kjötmjöli og moltu til áburðar á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar er gert ráð fyrir að 21 dagur líði eftir að borið hefur verið á og þangað til þau eru nytjuð í stað fimm mánaða eins og núgildandi reglur segja til um.

Með breytingunni er felld brott 6. gr. reglugerðar nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Þar var ákvæði um að slík lönd væru friðuð frá beit að minnsta kosti frá 1. nóvember til 1. apríl.

Jarle Reiersen segir að þessi drög um styttingu á tímanum séu í samræmi við ESB-löggjöf. Það sé gert tæknilega með því að fella á brott sérákvæði sem sett voru inn í reglugerð 674/2017. „Kjötmjöl sem áætlað er til að nota til áburðar, er skylt að blanda í sértæk efni, sem gerir það óhæft sem fóður. Þessi íblöndun er óbreytt,“ segir Jarle.

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, fagnar breytingunni og segir hana gefa rýmri tíma til að bera kjötmjöl á. „Nú geta bændur borið á eftir hentugleikum þá með þeim skilyrðum að landið þarf að friða 21 dag. Það er von okkar að þessar breytingar leiði til aukinnar notkunar á kjötmjölinu.“

Skylt efni: kjötmjöl

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...