Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Gróðursetning forseta að Varmalandi. F.v. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Halla Tómasdóttir forseti, Sveinn Þórólfssn og Pavle Estrajher frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi.
Gróðursetning forseta að Varmalandi. F.v. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Halla Tómasdóttir forseti, Sveinn Þórólfssn og Pavle Estrajher frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi.
Lesendarýni 23. september 2025

Megi skógurinn vera með okkur!

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands

Það er ekki ofsögum sagt að mannamót í skógum eru alltaf skemmtileg og uppörvandi. Hvort það sé angan trjánna sem veitir þessa vellíðan eða hreinlega endurnærandi samvera með skemmtilegu og jákvæðu fólk skal ósagt látið, enda skiptir það ekki endilega máli því eflaust er það eitthvað af hvoru.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2025 var haldinn síðustu daga ágústmánaðar og var fundarstaðurinn á Varmalandi í Borgarfirði. Meðal gesta voru frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem gróðursetti eik og rautt birki í Toyota skóginum á Varmalandi. Segja má að eikin sé trjágerfingur tækifæranna í íslenskri skógrækt. Einnig naut ráðherra skógarmála, Jóhann Páll Jóhannsson, samvistar meðal vina. Gestgjafarnir voru Skógræktarfélag Borgarfjarðar og höfðu þau skipulagt frábærar ferðir í hin ýmsu skógarrjóður vítt og breitt um fallegar sveitir Borgarfjarðar. Má þar nefna trjásafn við Efri-Hrepp, sem er í göngufæri við Hreppslaug, Bjarg, sem er fallegt skógarrjóður í miðju þéttbýlinu á Borgarnesi og Reykholtsskóg þar sem áhugaverðir skógarstígar liggja um vöxtulegan skóginn.

Í áratugi hefur ríkt almenn ánægja með óeigingjarna skógrækt félagasamtaka við sennilega öll þéttbýli landsins. Sú velvild skilar sér með ýmsu móti aftur til samfélaganna, svo sem í aukinni aðsókn í skógana. Í auknum mæli sækjumst við mannfólkið í jarðtenginu frá erli dagsins og skógur er tilvalinn staður fyrir þá vitundarvakningu. Að því sögðu er það ekkert óeðlilegt að samfélög skipuleggi sveitir sínar þannig að íbúunum líði sem allra best. Bæði í nútíð og framtíð.

Skipulagsmál voru mál málanna á aðalfundinum. Þorri tillagna að ályktun fundar snérust á einn eða annan hátt um skipulagsmál - að því er virðist tregðu til leyfisveitinga til skógræktar. Nokkuð sem fyrir nokkrum árum þótti auðsótt, uppbyggjandi og hvetjandi virðist hafa þróast yfir í einhverskonar grunnhyggni, hringlanda eða jafnvel afturhald. Líklega er hér um að kenna umræðu um auðsóttan gróða sem fylgir kolefnisbindingu og ótta við hraðar breytingar á búsháttum og landslagi. Það eru kostir í stöðunni fyrir alla aðila, það sem vantar er einhvers konar verklag sem allir hagaðilar, sér í lagi almenningur, getur unað við. Það þarf að benda á kostina sem fylgja skógrækt til kolefnisbindingar og aðlaga hana að kröfum almennings til komandi kynslóða. Þó almenningsálit á skógrækt sé gott, verður að gæta þess að gróðavæðing fárra varpi ekki skugga á tækifærin sem felast í nafni loftslagsaðgerða. Stjórnvöld eru málsvari almennings. Hvað ætla þau að gera?

Að standa saman, er gaman. Skógarfólk vill sjá vegferð skógræktar til framdráttar fyrir land og þjóð. Tillaga kom frá búgreinadeild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands um eflt samstarf og þar með að þétta raðirnar og ná þannig sterkari rödd. Hagsmunirnir, eða öllu heldur, ávinningurinn, er sá sami, þegar allt kemur til alls. Skógargeirinn er líflegt en jarðbundið samfélag jákvæðs fólks sem sér viði vaxna framtíð Íslands skila sér í formi vellíðunar og velmegunar fyrir komandi kynslóðir. Megi skógurinn vera með okkur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...