Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Matvælaverðsþróun heima og heiman
Fréttir 13. júlí 2023

Matvælaverðsþróun heima og heiman

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkanir á matvælaverði hafa verið hóflegri hér á landi en í löndum sem við berum okkur oft saman við.

Það er hægt að lesa úr tölum Trading Economics sem vinnur úr upplýsingum frá opinberum hagstofum viðkomandi landa og setur fram með samræmdum hætti.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun matvöruverðs í sex löndum sem Íslendingar þekkja almennt nokkuð til í. Þau eru auk Íslands: Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Þýskaland og Noregur. Skoðað er tímabilið frá í júlí 2022 til maí 2023 og er notast við tölur um tólf mánaða verðbólgu hverju sinni. Á tímabilinu frá júlí til desember árið 2022 voru verðhækkanir á mat í þessum sex löndum minnstar hér á landi. Það er ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem hækkun matvælaverðs í Noregi, miðað við tólf mánaða tímabil, mælist minni en hér á landi en í maí skutust Norðmenn upp fyrir okkur á ný. Verðhækkanir á matvöru í Svíþjóð hafa verið minni en hér á landi síðan í mars á þessu ári. Þá voru verðhækkanir á mat miðað við tólf mánaða tímabil í maí sl. lægri í Danmörku en á Íslandi.

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands sjást þess nú loks merki að verðbólga sé á niðurleið hér á landi. Í júní hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,6% og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 2,7%.

Verðbólga er einnig á niðurleið í mörgum nágrannalanda okkar. Þar hafa hækkanir á matvælaverði verið einn helsti valdur verðbólgu og hækkanir á matvöru verið langt umfram almennar verðlagshækkanir. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum á matvörum sl. ár eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Takist að koma böndum á verðbólgu hér á landi má binda vonir við að draga taki úr hækkunum matvælaverðs á komandi mánuðum.

Skylt efni: Matvælaverð

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...