Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Matvælastofnun stöðvar dreifing mjólkur frá fjórum kúabúum
Fréttir 25. nóvember 2014

Matvælastofnun stöðvar dreifing mjólkur frá fjórum kúabúum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá fjórum kúabúum í Vesturumdæmi og Suðvesturumdæmi. Ástæður stöðvunarinnar eru skortur á rekjanleika í einu tilfelli og skortur á úrbótum í þremur þrátt fyrir margítrekaðar kröfur Matvælastofnunar.

Á heimsíðu Matvælastofnunar segir að rekjanleiki afurða er forsenda þess að hægt sé að hafa eftirlit með matvælum allt frá uppruna þeirra að diski neytenda og að hægt sé að fjarlægja hættuleg matvæli af markaði. Á einum bæjanna gat framleiðandi ekki sýnt fram á uppruna og rekjanleika mjólkur sem dreift var frá búinu. Á hinum bæjunum voru gerðar ítrekaðar kröfur um úrbætur. Kröfurnar sneru ýmist að ófullnægjandi þrifum, viðhaldi, umhverfi, hönnun, skráningum og/eða leyfum. Búunum var veittur lokafrestur til úrbóta en kröfur Matvælastofnunar voru ekki virtar.

Matvælastofnun hefur skv. lögum um matvæli heimild til að stöðva starfsemi og afturkalla starfsleyfi þegar frávik endurtaka sig og tilmæli stofnunarinnar eru ekki virt. Mjólk frá þessum framleiðendum mun ekki verða afhent til vinnslu fyrr en uppfyllt eru gildandi lög og reglur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...