Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila
Mynd / HKr.
Fréttir 13. nóvember 2018

Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila

Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á haustskýrslur í Bústofni (www.bustofn.is) og bendir á að nú hafi verið ráðist í umbætur á skráningarferlinu til að auðvelda umráðamönnum hrossa í þéttbýli skráninguna. Undanfarin ár hefur borið á því að slíkar skráningar hafi skort, sem þó er skylt að sinna.  

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í samræmi við reglur (lög um búfjárhald nr. 38/2013) skulu umráðamenn búfjár skila árlega inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir.

„Undanfarin ár hefur vantað upp á að umráðamenn hrossa í þéttbýli hafi skilað haustskýrslu lögum samkvæmt. Til að auðvelda umráðamönnum/eigendum hrossa í þéttbýli að ganga frá haustskýrslu hefur Matvælastofnun ráðist í umtalsverðar umbætur á skráningarferlinu. Umráðamenn/eigendur hrossa geta í ár sótt upplýsingar úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com), og byggja upplýsingarnar á fjölda hrossa í umráð viðkomandi.

Jafnframt er vakin athygli á að umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs. Nánari leiðbeiningar um skil á haustskýrslum er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar og í heimarétt WorldFengs.

Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, sem var opnaður í vikunni. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nánari upplýsingar veitir Matvælastofnun (dýraeftirlitsmenn og búnaðarstofa),“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Skylt efni: haustskýrslur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...