Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila
Mynd / HKr.
Fréttir 13. nóvember 2018

Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila

Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á haustskýrslur í Bústofni (www.bustofn.is) og bendir á að nú hafi verið ráðist í umbætur á skráningarferlinu til að auðvelda umráðamönnum hrossa í þéttbýli skráninguna. Undanfarin ár hefur borið á því að slíkar skráningar hafi skort, sem þó er skylt að sinna.  

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í samræmi við reglur (lög um búfjárhald nr. 38/2013) skulu umráðamenn búfjár skila árlega inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir.

„Undanfarin ár hefur vantað upp á að umráðamenn hrossa í þéttbýli hafi skilað haustskýrslu lögum samkvæmt. Til að auðvelda umráðamönnum/eigendum hrossa í þéttbýli að ganga frá haustskýrslu hefur Matvælastofnun ráðist í umtalsverðar umbætur á skráningarferlinu. Umráðamenn/eigendur hrossa geta í ár sótt upplýsingar úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com), og byggja upplýsingarnar á fjölda hrossa í umráð viðkomandi.

Jafnframt er vakin athygli á að umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs. Nánari leiðbeiningar um skil á haustskýrslum er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar og í heimarétt WorldFengs.

Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, sem var opnaður í vikunni. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nánari upplýsingar veitir Matvælastofnun (dýraeftirlitsmenn og búnaðarstofa),“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Skylt efni: haustskýrslur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...