Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Mynd / umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Líf og starf 3. mars 2023

Matvælakjarni matarfrumkvöðla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á dögunum var undirrituð viljayfirlýsing umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við Austurbrú og Vopnafjarðarhrepp um að stofnsetja matvælakjarna á Vopnafirði.

Um vottað matvælavinnslurými verður að ræða þar sem frumkvöðlar og smáframleiðendur geta unnið að framleiðslu og þróun.

„Verkefnið á að skila því að við komum upp matvælakjarna á Vopnafirði í samvinnu við Brim og ráðuneytið. Ætlunin með þessu er að auka neyslu afurða úr nærsamfélaginu og auðvelda smáframleiðendum að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.

Útfærslan í sumarbyrjun

„Það er verið að skoða staðsetningar fyrir starfsemina. Verkefnið er algjörlega á frumstigi en við höfum undirritað viljayfirlýsingu og skuldbundið okkur til að vera búin að útfæra verkefnið nánar, hlutverk og skyldur þátttakenda í byrjun sumars. Þarfagreining er eitt af því fyrsta sem verður skoðað,“ segir Sara.

Hún segir að ýmis tækifæri séu í því að hafa sláturhús í bænum og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki eins og Brim.

Nýr starfsmaður Austurbrúar á Vopnafirði

„Þetta nýja og spennandi verkefni er í mótun. Nýlega var auglýst eftir starfsmanni Austurbrúar sem mun vinna að þessu verkefni ásamt fleiri verkefnum á Vopnafirði,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.

Verkefnið er hluti af áætluninni Minni matarsóun – Aðgerðaráætlun gegn matarsóun, sem gefin var út á árinu 2021, og stefnumótandi byggðaáætlun 2022–2036.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...