Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2020

Matur verði stærri hluti af heildarímynd Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, er gestur Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpinu Máltíð. Matarauður Íslands hefur þann megintilgang að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar. Markmiðið er að stækka hlutdeild matar í heildarímynd Íslands og auka við þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Matarauðurinn styrkir líka matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun.

Brynja er með meist­ara­gráðu í alþjóðaviðskipt­um og markaðsfræði frá Há­skóla Íslands. Hún er einnig með BSc.-próf í hjúkr­un­ar­fræði og hef­ur starfað á heil­brigðis­sviðinu, bæði sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sem verk­efna­stjóri hjá Land­læknisembætt­inu.

Gerum okkur meiri mat úr hefðum

Í þættinum ræðir Brynja meðal annars um fjölbreytta matvælaframleiðslu, nýsköpun og mikilvægi þess að við gerum okkur mat úr íslenskum hefðum og hráefni til að skapa okkur sérstöðu og aðgreiningu. Smáframleiðslu, heimboð til bænda og Reko-hópa á Facebook ber á góma ásamt umræðu um vannýtt hráefni og tækifæri sem í þeim felast.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...