Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matur er manns gaman
Á faglegum nótum 2. febrúar 2017

Matur er manns gaman

Höfundur: Jóhannes F. Halldórsson

Í Glouchesterskíri á Englandi er haldinn heldur óvenjulegur viðburður vor hvert þar sem fólk keppist við að elta ost sem er látinn rúlla niður brekku. Viðburðurinn myndi líklegast útleggjast á íslensku sem ostahlaup.

Viðburðurinn fer ávallt fram á Cooper-hæð sem er í eigu sveitarfélagsins á svæðinu. Sveitarstjórnin á svæðinu hefur undanfarin ár sett upp skilti á leið áhorfenda og þátttakenda sem hvetja fólk til að hætta við þátttöku í viðburðinum sökum slysahættu.

Takmarkið að ná ostinum

Reglur leiksins eru ósköp einfaldar. Þátttakendur taka sér stöðu efst á hæðinni, bíða þess að ræsirinn rúlli um níu punda hringlaga osti af stað niður brekkuna. Því næst eru þátttakendur ræstir af stað og keppast þeir við að hlaupa niður brekkuna með það takmark að ná ostinum. Það gefur auga leið að líkurnar á því að ná ostinum eru hverfandi enda getur osturinn náð allt að 122 kílómetra hraða á klukkustund á leið sinni niður brekkuna. Sá sem er fyrstur í mark neðst í brekkunni er svo krýndur sigurvegari kapphlaupsins.

Fyrstu rituðu heimildir um þennan viðburð eru frá árinu 1826 en talið er skýrt út frá þeim gögnum að hefðin er mun eldri en það. Sögur frá fjölskyldum sem hafa búið á svæðinu í gegnum aldanna rás telja sig geta rakið söguna allt til byrjun 17. aldar ef ekki lengra aftur í tímann.

Ævaforn hefð

Í raun er ekki vitað hvenær fyrstu leikar voru haldnir. Ein kenningin er sú að hefðin hafi skapast um 100 árum eftir Krist af landnemum sem settust að á svæðinu. Ostahlaupið var áður hluti af stærri hátíð á svæðinu þar sem fleiri viðburðir áttu sér stað, það styður aðra kenningu sem segir að heiðnir menn á svæðinu hafi verið að heiðra guðina og biðja um frjósamt sumar.

Cooper-hæð er brött og þýfð og slys eru tíð í hlaupinu. Til allrar hamingju eru áverkar yfirleitt minni háttar mar og hnjask þótt beinbrot komi fyrir. Flest meiðsli á einu ári voru árið 1997 þegar 33 þátttakendur meiddust og var leikum næsta árs þá aflýst. Vinsældir hlaupsins hafa aukist gríðarlega og flykkist fólk hvaðanæva að úr heiminum til að taka þátt eða einfaldlega bara til þess að fylgjast með. T.d er talið að 15.000 manns hafi verið á svæðinu árið 2009. Með auknum kröfum nútímans um öryggi og heilsu fólks hefur reynst erfitt að stýra þeim fjölda fólks sem sækist eftir að koma á viðburðinn. Hlaupinu hefur því nokkrum sinnum verið aflýst nú á seinni árum.

Í nálægu þorpi, Shurdington, sem er í um 5 kílómetra fjarlægð frá Cooper-hæð er bar að nafni „The Cheese Rollers pub“. Hann dregur nafn sitt af þessum atburði og er vinsæll viðkomustaður þátttakenda fyrir hlaupið. Þar safnast fólk saman til að ræða hvernig best er að haga hlaupinu til að auka vinningslíkur sínar og eflaust til að drekka í sig kjark fyrir verk­efnið sem fram undan er.

Skylt efni: Stekkur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f