Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Guðmundur Halldórsson frá Húsavík lætur sér ekki verða kalt við spilamennsku.
Guðmundur Halldórsson frá Húsavík lætur sér ekki verða kalt við spilamennsku.
Líf og starf 14. febrúar 2025

Máttur hindrunarsagna

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Átta pör náðu 7 gröndum í spili þáttarins sem kom upp í tvímenningnum á fjölsóttri og glæsilegri Briddshátíð Bridgesambands Íslands og styrktaraðila sambandsins í Hörpu í lok janúar.

2.220 fyrir alslemmu í grandi á hættunni er falleg og skemmtileg tala og tryggði þeim sem náðu alslemmunni um 90% skor. Hæsta tala í boði í bridds ef undan eru skilin dobluð spil.

En sum öflug pör á Briddshátíðinni náðu ekki einu sinni að melda hálfslemmu. Hvernig skyldi standa á því?

Kannski liggur hluti svarsins í annarri spurningu: Hvenær á maður nógu vond spil til að hindra?

Austur gefur – NS á hættu. Þú situr í suður og tekur upp „monsterlúkuna“: ÁK5-AD- ÁKD8-AD75. Þetta eru 28 punktar. Kannski ertu farin/n að rifja upp hvernig maður lýsir slíkri hendi? Maður opnar fyrst á tveimur laufum og hvað þarf maður svo að gera í framhaldinu? En andstæðingur á undan þér í austur eyðileggur slíkar vangaveltur með því að opna á þremur laufum. Hver er þá sögnin þín?

Dobl virðist augljós kostur. En nokkrum spilurum fannst gallinn við að dobla sá að eiga hvorugan hálitinn. Það voru spilarar sem lokuðu augunum og melduðu einfaldlega 3 grönd. 710-kall aðeins. Og þung augu frá makker.

Allt spilið:

Miklar umræður urðu hjá sumum pörum sem uppskáru lítið hvernig væri best að koma hendinni til skila. Einhver sagði að dobl og grandsögn gæti túlkast sem fimm ása spurning eða samþykkt á lit sem ekki væri stuðningur við. Sennilega eru þó flestir sammála um að 3 grönd er ansi mikil undirmelding. Eða hvað?

En horfum nú aðeins á spil austurs. Myndir þú passa með þetta drasl sem kannski myndi þýða að NS gætu athafnað sig rólega upp í alslemmu? Hver er lærdómurinn?

Skylt efni: bridds

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...