Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í heimsókn til garðyrkjubænda á Suðurlandi á dögunum.

„Tilgangur ferðarinnar var að kokkanemar fengju að kynnast ræktuninni frá fyrstu hendi, það er að segja að fá fróðleik og kynningu frá okkar garðyrkjubændum, sem eru virkilega ánægðir að fá nemendur í heimsókn. Það var svo gaman að finna hvað nemendurnir voru áhugasamir um það sem fyrir augu þeirra bar. Þar sem þau eru í kokkanámi hafa þau mikinn áhuga á mat og allt sem tengist honum. Vilja smakka á öllu og læra meira,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá sölufélaginu.

Hópurinn heimsótti sjö garðyrkjustöðvar en farið var í Garðyrkjustöðina Kinn í Hveragerði, Garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási, Flúðasveppi og einnig í útigarða Jörfa við Hvítárholt, Friðheima í Reykholti og svo var endað á Garðyrkjustöðinni Ártanga í Grímsnesi. Kristín Linda segir að það hafi verið mikil ánægja með ferðina.

„Það kom þeim á óvart hversu umfangsmikil íslensk grænmetisræktun er og hversu flókið það getur verið að rækta grænmeti til að geta fengið góða og mikla uppskeru. Það er okkur mikil ánægja að eiga svona gott samstarf við skólann og geta átt kost á að fræða og kynna okkar starfsemi fyrir nemendur.“ 

8 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f