Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matreiðsla með börnunum – salat í krukku og orkustykki
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 24. mars 2017

Matreiðsla með börnunum – salat í krukku og orkustykki

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það vita flestir hvernig á að gera dýrindis eftirrétti og ekkert mál að fá krakka til að borða þá, en það fer meiri tími í að fá börn til að borða salat til dæmis. Salöt í krukku hafa verið í tísku undanfarið, en hvernig á að gera salat sem krakkarnir vilja raunverulega borða? 
 
Svarið er að láta þau raða sjálf lagskipt í krukku og hrista svo fyrir framreiðslu.
 
 
Salat í krukku 
 
Best er að gefa krökkunum þínum fulla stjórn yfir hvað á að setja í krukkuna – svo lengi sem þau nota  að minnsta kosti fjórar tegundir af  grænmeti. 
 
Til dæmis: gulrætur, baunir, maís, lárperu og  jarðarber. Hægt er að bæta við skinku (eða hverju því sem fólk vill).
 
  1. Fyrir mýkri matvæli á borð við lárperu og skinku er hægt að leyfa  barninu að skera þau sjálft. Lárperu er hægt að skera með bitlausum smjörhníf og klippa skinku með skærum. 
  2. Byrjið með dressingu neðst svo salatið blotni ekki. Setjið um 2–3 matskeiðar af sósu eða dressingu í botninn. Svo raðið þið grænmetinu lagskipt;  þyngsta grænmetið fyrst og svo lag eftir lag eftir þyngd. Efst er svo salatið.  Röðin gæti þá til dæmis verið: gulrætur, skinka, baunir, maís, lárpera, jarðarber og grænt salat á toppinn.

Svo má setja stökkt á toppinn eins og  kartöfluflögur eða brauðteninga. Krakkarnir elska „kex“ þannig að það gerir salat meira aðlaðandi.

 
Salatið er þá klárt, Á þessum tímapunkti getur þú kælt salatið og borðað það síðar. En ef þið viljið borða það strax, er bara að hrista krukkuna og hún er klár. 
 
 
Honey Nut Cheerios orkustykki
 
Hér er uppskrift að orkustykki með þurrkuðum ávöxtum, súkkulaði og sólblómafræjum. Það er tilvalið að nota hráefni í það sem er við höndina hverju sinni. Ég set próteinduft líka í það en þá er það meira fullorðins. Í því er fullkomin orka sem morgunmatur en það er líka gott að borða sem snakk, á ferðinni.
  • 1/4 bolli ósaltað smjör 
  • 1/4 bolli hunang 
  • 1/4 bolli ljós púðursykur
  • 1 msk. vanilludropar
  • 3 bollar Cheerios (eða svipað morg- un­korn. Venjulegu  Cheeriosi má skipta út fyrir minna sæt múslistykki)
  • 1 bolli rúsínur, fræ eða aðrir þurrkaðir ávextir og hnetur 
  • um 1/2 bolli skraut til dæmis súkkulaði hjúpuð sólblómafræ, 
  • smá súkkulaði, korn til skrauts eða kakónibbur
  • ögn flögusalt 
Setjið álpappír í botninn á pönnu og setjið til hliðar. Gott er að pensla með ögn af smjöri eða olíu – og setjið  svo til hliðar.
 
Setjið smjör, hunang og púðursykur í skál sem má fara inn í örbylgjuofn. Hitið í um mínútu þar til þetta hefur bráðnað.  Hitið blönduna næst á hærri styrk í eina mínútu, takið blönduna út og hrærið. Loks er blandan hituð á hæsta styrk í mínútu og svo hrært í henni. Þegar hún hefur verið hituð þrisvar  er blandan orðin froðukennd og þá skal fara með gát með hana því hún er orðin að sjóðandi heitri karamellu og getur valdið hættulegum bruna.
 
Hrærið vanillunni varlega saman við vegna þess að blandan getur soðið upp úr. 
 
Hrærið morgunkorni saman við.
 
Hrærið rúsínum eða hnetum saman við.
 
Setjið blönduna á pönnuna og þrýstið smjörpappír fast niður í blönduna með spaða. Má skreyta með  fræjum og salti (eða skrautperlum).
 
Setjið pönnuna í ísskáp og kælið í að minnsta kosti tvær til þrjár klukkustundir eða yfir nótt – eða þar til stykkin eru alveg stíf. Geymist í loftþéttu íláti í kæli í allt að tvær vikur eða í frysti í allt að sex mánuði. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...