Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016
Líf&Starf 14. apríl 2016

Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota.  Átta hundruð  matjurtagarðar eru leigðir út á vegum Reykjavíkurborgar í sumar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða.

Matjurtagarðar innan Reykjavíkurborgar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir:
• Vesturbær við Þorragötu
• Fossvogur við enda Bjarmalands
• Laugardalur við enda Holtavegar
• Árbær við Rafstöðvarveg
• Breiðholt við Jaðarsel
• Grafarvogur við Logafold

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi skæmmt samningi við Reykjavíkurborg.  Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is, undir Grenndargarðar.

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?
Leigugjöld ársins 2016 eru 5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (u.þ.b. 20m2).  Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Aðstaða í görðunum
Garðarnir verða merktir. Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Hvernig er sótt um þjónustuna?
Upplýsingar má finna hjá umhverfis- og skipulagssviði í síma 4 11 11 11. Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is


Garðarnir verða tilbúnir upp úr miðjum maí.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f