Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís.
Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2020

Matís tryggt fjármagn til að sinna öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna og að efla starfsemina á landsbyggðinni

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís, hafa undirritað tvo nýja samninga; þjónustusamning til að tryggja öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna og samning um eflingu starfsemi Matís á landsbyggðinni.

Þjónustusamningurinn er til þriggja ára og snýra að rannsóknum, rekstri tilvísunarrannsóknarstofu og öryggis- og forgangsþjónustu á sviði matvæla. Markmið samningsins er að tryggja öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna. 

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í samningnum sé jafnframt kveðið á um hlutverk Matís á sviði rannsókna sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu og stuðla að öryggi og heilnæmi hennar.

„Með samningnum tryggir Matís aðgengi að öryggisþjónustu rannsóknarstofu og lágmarks viðbragðstíma við óvæntar uppákomur sem geta ógnað matvælaöryggi og heilsu neytenda. Þá sér Matís til þess að nauðsynlegir rannsóknarinnviðir séu til staðar svo hægt sé að fara með öflugt matvælaeftirlit,“ segir í tilkynningunni. 

Uppbygging Matís á landsbyggðinni

Með samningi um eflingu þjónustu Matís á landsbyggðinni fær Matís 80 milljónir króna á tveggja ára tímabili til að styrkja starfsemi sína og auka samvinnu við atvinnugreinar í þróunar og rannsóknarstarfi. 

„Með þessu mun Matís geta skapað tækifæri til aukins samstarfs við fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir. Við stefnum á að a.m.k. 10% starfsgilda Matís verði á landsbyggðinni,“ er haft eftir Oddi M. Gunnarssyniforstjóri Matís.

Er samningurinn í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um störf án staðsetningar, en markmið hans er meðal annars að færa starfsemi Matís nær viðskiptavinum og ta verðmætasköpun til framtíðar með aukinni nýsköpun, rannsóknar- og þróunarvinnu.

Skylt efni: Matís

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...