Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Matís á menningarnótt
Mynd / Matís
Líf&Starf 22. ágúst 2014

Matís á menningarnótt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á Menningarnótt ætlar Matís standa fyrir kynningu á nýjum matvælum sem gestum menningarnætur býðst að smakka. Nýjungarnar eru afrakstur nýsköpunar- og vöruþróunar verkefnisins „Nýsköpun í norræna lífhagkerfinu“.

Verkefnið er eitt af megin verkefnum „Nordbio“ sem er hluti af formennskuáætlun Íslands, en Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið fjallar um nýsköpun í lífhagkerfinu þ.m.t. matvælaframleiðslu og framleiðslu á lífmassa með sjálfbærni að leiðarljósi.

Fyrsti hluti verkefnisins fólst í að aðstoða matvælaframleiðendur við þróun á nýjum matvörum. Matís auglýsti í vor eftir hugmyndum að nýsköpun í matvælavinnslu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Mikill áhugi skilaði sér í að tæplega 80 frumkvöðlar sóttu um aðstoð og fengu um 40 þeirra sérfræðiaðstoð m.a. frá Matís við vöruþróun.

Á Menningarnótt gefst gestum og gangandi tækifæri til að smakka á framleiðslu tveggja íslenskra frumkvöðla og kynna sér norrænt samstarf, sem utanríkisráðuneytið sinnir:

Perlubygg (úrvalsbygg í fína matseld) frá Móðir Jörð á Vallanesi. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari ætlar að matbúa girnilegan rétt úr perlubygginu.

BE juicy (lífrænt vottað duft úr káli til safagerðar) hægt verður að smakka BE juicy boozt. 

Kynningin verður haldin í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 4. hæð, milli klukkan 14:00 og 17:00.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...