Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matarverð að fornu og nýju
Mynd / Odd Stefán
Skoðun 11. ágúst 2016

Matarverð að fornu og nýju

Höfundur: Einar Ófeigur Björnsson
Stundum velti ég því fyrir mér af hverju stórum hluta þjóðarinnar finnst að matur eigi endilega að vera ódýr, helst svo ódýr að að sáralítið er eftir til að greiða bændum fyrir afurðirnar. Þetta virðist eiga jafnt við um íslenska bændur og erlenda. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á tiltölulega stuttum tíma hvað fólk þarf að nota mikið af ráðstöfunartekjum sínum til að kaupa í matinn. Núna er hlutfallið tæp 15% hér á landi, en fyrir um 100 árum var það á milli 50 og 60%.  Þetta er gagnger breyting og sýnir vel hvað matur hefur lækkað mikið í verði og hvað kjörin hafa batnað á sama tíma.  Samt er eins og umræðan sé alltaf sú sama.
 
Af hverju er það sjálfsagt að eitthvað sem er öllum lífsnauðsynlegt kosti helst ekki neitt og það leiði til þess að bændur hafa ekki mannsæmandi laun? Á sama tíma er minna rætt um hin útgjöldin sem eru þó 85% af heildinni – þar gilda önnur lögmál og annað verðskyn. 
 
Verð og gæði fylgjast oftast að
 
Þar á ofan finnst mörgum Íslendingum eðlilegt að íslenskar landbúnaðarvörur keppi við þær erlendu í verði þrátt fyrir að það sé almennt viðurkennt að kröfur um aðbúnað og umhirðu séu á háu stigi hérlendis. Yfirleitt telja menn að gæði íslenskra afurða séu mjög mikil, en eru svo ekki endilega tilbúnir að greiða fyrir þessi gæði. Verð og gæði fylgjast oftast að og það er ekkert öðruvísi hvað varðar matvörur og aðrar vörur. Ef fólk kaupir bíl eða hús þá er það tilbúið að greiða fyrir gæði og raunar gildir það um flest það sem fólk kaupir. Það sama virðist því miður ekki eiga við um íslenskar landbúnaðarafurðir. Auðvitað veit ég að við erum með stuðningskerfi við landbúnað á Íslandi en það á einnig við um aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. Engri þjóð er sama um hvort þar er landbúnaður eða ekki og stuðningur, eða opinber afskipti af búvöruframleiðslu, er regla, ekki undantekning.
 
Bændur fá of lítið í sinn hlut
 
Það verð sem bændur fá fyrir kjöt og mjólk hér á landi er of lágt og ekki í neinu samræmi við þann kostnað sem menn hafa af því að búa afurðirnar til. Það endar þannig að margir bændur vinna alltof mikið til að ná að hafa það sem aðrar stéttir teldu tæpast eðlileg laun fyrir dagvinnu. Verð á mjólk til bænda var hækkað um 1,8 % í sumar sem leið. Svínakjötsverð til bænda hefur lækkað undanfarið án þess að smásöluverð hafi gert það. Fyrstu vísbendingar um verð á kindakjöti til bænda í haust gefa ekki tilefni til bjartsýni. Verðið sem sláturhús KVH hefur gefið út fyrir fyrstu þrjár sláturvikurnar er óbreytt eða lækkar frá því í fyrra auk þess sem þriðjungs lækkun er boðuð á kjöti af fullorðnu. Verð á kindakjöti til bænda hefur ekki hækkað síðan 2013 og verði engar hækkanir í haust munu sauðfjárbændur ekki fá hækkun á afurðaverði fyrr en haustið 2017. Þá verða komin fjögur ár frá síðustu hækkun. Fáir myndu telja það boðlegt í öðrum geirum þjóðfélagsins.
 
Margir bændur eru komnir að þolmörkum
 
Bændur á Íslandi geta ekki endalaust tekið á sig hagræðingu eða kjaraskerðingu. Margir eru komnir að þolmörkum á þeirri vegferð. Ég hef engan áhuga á að framleiða sérstaklega ódýran mat. En ég vil leggja mikið á mig til að framleiða gott hráefni til að neytendur geti gengið að vöru af háum gæðum í búðunum – og fá í minn hlut eðlilega sneið af endanlegu söluverði vörunnar.
 
Ef verslunin þarf nauðsynlega að fá þá krónutölu sem hún hefur í dag fyrir að höndla með kjöt þá er bara eitt ráð til og það er að hækka verðið út úr búð. Ég veit að bæði bændur og sláturleyfishafar fá of lítið en þekki minna til verslunarreksturs. Ef ekki þá mun illa fara og verða lítið um íslenska bændur eftir kannski tvo áratugi. Engin þjóð á að taka slíka áhættu og ég held að enginn vilji það í raun. En við þurfum að tala um hlutina eins og þeir eru, ekki eins og við höldum að þeir séu.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...