Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aytenew Endeshaw Tatek umhverfis- og auðlindafræðingur.
Aytenew Endeshaw Tatek umhverfis- og auðlindafræðingur.
Líf og starf 28. apríl 2015

Matarskortur afleiðing jarðvegseyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aytenew Endeshaw Tatek er umhverfis- og auðlindafræðingur frá Eþíópíu og starfar hjá stofnun sem hefur umsjón með landnýtingar- og umhverfismálum í stærsta héraði landsins.

Stofnunin nefnist Bureau of Agriculture og mikilvægur hluti af starfi þeirra felst m.a. í ráðgjafarþjónustu. Hann segir jarðvegsvernd og fæðuöryggi vera sitt helsta áhugamál enda séu bæði jarðvegseyðing og matarskortur mikið vandamál í sínu heimalandi.

Tatek segir að þurrkar séu algengir í Eþíópíu en á milli rigni mikið á skömmum tíma og að við slíkar aðstæður geti jarðvegi hæglega skolað burt. „Slíkt er algengt í fjallahéruðum landsins og víða hefur allur jarðvegurinn skolast burt. Fyrir 30 árum ríkti gríðarleg hungursneyð í landinu í kjölfar langvarandi þurrka.“ Hann segir að þurrkarnir komi á um það bil tíu ára fresti og úrkoma sem fellur í kjölfarið valdi enn meiri jarðvegseyðingu en ella.
„Fyrir nokkrum árum hrintu stjórnvöld í Eþíópíu í framkvæmd gríðarstóru umhverfisverndarverkefni þar sem bændur eru meðal annars hvattir og studdir til að setja upp varnargarða til að fanga regnvatn og verjast þannig jarðvegseyðingunni. Verkefnið hefur þegar skilað árangri á nokkrum stöðum og leitt til þess að dregið hefur úr jarðvegseyðingu þar.“

Að lokinni dvöl sinni hér segist Taker ætla að snúa aftur heim og fara að sinna verkefnum tengdum jarðvegsvernd og endurheimt jarðvegs. „Þar mun ég nýta mér þá þekkingu og reynslu sem ég öðlast í náminu sem ég er sannfærður að koma muni að gagni.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...