Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matarkistan Harðangursfjörður
Mynd / EHG
Líf&Starf 1. nóvember 2016

Matarkistan Harðangursfjörður

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Matarmenningarhátíðin Hard­anger Matkultur­festival í Eidfjord í Noregi var haldin dagana 14.– 16. október síðastliðinn þar sem matur og menning var í hávegum haft. Var þetta í 11. sinn sem hátíðin var haldin og þemað að þessu sinni var Matarsvæðið Harðangursfjörður. 
 
Hér hittast mataráhuga- og menningarmenn sem upphefja gamlar svæðisbundnar venjur ásamt handverkshefðum. 
 
Dagskrá hátíðarinnar var hin glæsilegasta en samhliða henni var á laugardeginum haldin bjórhátíð þar sem bruggað var í tjaldi á staðnum, haldnir fyrirlestrar um leyndardóma hins góða öls og kennd aðferð við hefðbundna heimabruggun. Að öðru leyti var meðal annars boðið upp á námskeið í osta- og gerjunargerð, kvöldverður með Michelin-kokkunum Torsten Vildgaard frá veitingastaðnum STUD!O og Christopher Haatuft frá Lysverket í Bergen, víkingamarkaður var á svæðinu, slátrun á sauðfé, silungur var reyktur á staðnum að ógleymdum þeim tæpum 30 framleiðendunum sem sýndu og seldu vörur sínar á hátíðinni.
Vert framlag til að minna á og upphefja það áhugaverða og góða sem bændur og smáframleiðendur eru að fást við í matarkistunni Harðangursfirði.

16 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...