Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Mynd / European Union, Copernicus Sentinel-2 imagery
Utan úr heimi 29. október 2023

Matarkarfa Grikkja kaffærð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stærsta landbúnaðarsvæði Grikklands varð ofsaveðri að bráð í september og ljóst er að landsvæðið mun þurfa langan tíma til að jafna sig.

Um fjórðungur allrar landbúnaðarframleiðslu Grikkja fer fram á frjósömum sléttum Þessalíuhéraðs á meginlandinu. Þar er meðal annars ræktað hveiti, bygg, bómull, baunir og hnetur í stórum stíl ásamt ávöxtum og tómötum að ónefndu fóðri fyrir búfé, enda má finna eitt allra stærsta graslenda landsins í héraðinu.

Fimmtán manns fórust þegar ofsaveðrið Daníel fór yfir Grikkland í september og varð fyrrnefnt hérað þar verst úti. Um fimm þúsund manns þurftu að yfir- gefa heimili sín, innviðir eyðilögðust, talið er að yfir 200.000 dýr hafi drukknað og talað er um mesta uppskerubrest þar í landi í manna minnum. Talið er að um 73.000 hektara lands hafi farið þar undir vatn. Kom stormurinn á versta tíma enda mikið af afurðum svæðisins við það að vera uppskorin.

Þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda um neyðarhjálp til handa bændum til að endurbyggja heimili sín og starfsemi mun taka langan tíma að koma þessari stærstu matarkistu Grikklands til fyrra horfs. Í fjölmiðlum ytra segja sérfræðingar að aur sem liggur yfir ræktarlandi hafi neikvæð áhrif á jarðvegsgæði, þau tré sem enn standi séu bakteríusmituð eftir vatnsflauminn. Þá taki tíma að fjölga hjörðum geita og kúa eftir miklar búsifjar. Yfirvofandi er hætta á matarskorti og verðhækkunum vegna uppskerubrestsins.

Ofsaveðrið kom í kjölfar eins heitasta sumars Grikklands síðan mælingar hófust sem leiddi af sér víðtækar eyðileggingar víða um land og eyjar af völdum umfangsmikilla gróðurelda og varð á þriðja tug manns að aldurtila.

Skylt efni: Grikkland | flóð

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...