Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Mynd / European Union, Copernicus Sentinel-2 imagery
Utan úr heimi 29. október 2023

Matarkarfa Grikkja kaffærð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stærsta landbúnaðarsvæði Grikklands varð ofsaveðri að bráð í september og ljóst er að landsvæðið mun þurfa langan tíma til að jafna sig.

Um fjórðungur allrar landbúnaðarframleiðslu Grikkja fer fram á frjósömum sléttum Þessalíuhéraðs á meginlandinu. Þar er meðal annars ræktað hveiti, bygg, bómull, baunir og hnetur í stórum stíl ásamt ávöxtum og tómötum að ónefndu fóðri fyrir búfé, enda má finna eitt allra stærsta graslenda landsins í héraðinu.

Fimmtán manns fórust þegar ofsaveðrið Daníel fór yfir Grikkland í september og varð fyrrnefnt hérað þar verst úti. Um fimm þúsund manns þurftu að yfir- gefa heimili sín, innviðir eyðilögðust, talið er að yfir 200.000 dýr hafi drukknað og talað er um mesta uppskerubrest þar í landi í manna minnum. Talið er að um 73.000 hektara lands hafi farið þar undir vatn. Kom stormurinn á versta tíma enda mikið af afurðum svæðisins við það að vera uppskorin.

Þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda um neyðarhjálp til handa bændum til að endurbyggja heimili sín og starfsemi mun taka langan tíma að koma þessari stærstu matarkistu Grikklands til fyrra horfs. Í fjölmiðlum ytra segja sérfræðingar að aur sem liggur yfir ræktarlandi hafi neikvæð áhrif á jarðvegsgæði, þau tré sem enn standi séu bakteríusmituð eftir vatnsflauminn. Þá taki tíma að fjölga hjörðum geita og kúa eftir miklar búsifjar. Yfirvofandi er hætta á matarskorti og verðhækkunum vegna uppskerubrestsins.

Ofsaveðrið kom í kjölfar eins heitasta sumars Grikklands síðan mælingar hófust sem leiddi af sér víðtækar eyðileggingar víða um land og eyjar af völdum umfangsmikilla gróðurelda og varð á þriðja tug manns að aldurtila.

Skylt efni: Grikkland | flóð

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f