Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Myndin tengist ekki umfjölluninni beint.
Myndin tengist ekki umfjölluninni beint.
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2020

MAST kærir meinta sölu á heimaslátruðu lambakjöti

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á meintri ólögmætri dreifingu lambakjöts, af gripum sem slátrað var heima á bæ á Norðurlandi síðastliðinn vetur. Tveir einstaklingar búsettir þar buðu lambakjöt til sölu á samfélagsmiðli. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátruðu sauðfé.

Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. „Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja á markað afurðirnar af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf. Einungis má nýta afurðir af heimaslátruðu fé til einkaneyslu,“ segir í tilkynningunni.

Einar Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir málið nú í höndum lögreglu að meta hvort hún gefur út ákæru eða fellir málið niður. „Um er að ræða tvö sauðfjárbú.  Það eina sem við höfum í höndunum eru auglýsingar á Facebook-síðum og svör umræddra aðila eftir bréfaskriftir Matvælastofnunar við þá.  Við töldum svörin ófullnægjandi. Rannsóknarheimildir okkar eru hins vegar takmarkaðar – við getum t.d. ekki kallað fólk til yfirheyrslu – og því töldum við eðlilegt að vísa málinu til lögreglu til frekari rannsóknar.

Við getum ekki upplýst um hvaða bæi er að ræða,“ segir Einar. Hann vekur athygli á fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 20. nóvember 2019 þar sem bókað var að úrgangur í gámum gefi til kynna að talsvert sé um sölu og heimavinnslu á kjöti í umdæminu. Heilbrigðiseftirliti er þar falið að reyna að áætla magn og meðferð úrgangs í samráði við MAST og sveitarfélögin sem koma að rekstri Heilbrigðiseftirlitsins.

„Ef um er að ræða heimaslátraðar afurðir sem reynt er að selja án þess að það hafi tekist er væntanlega um að ræða tilraun til brots á þágildandi löggjöf um slátrun og sláturafurðir. En þetta mun lögreglan væntanlega rannsaka nánar,“ segir Einar.

 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f