Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta korn á alls ellefu hektara svæði. Var það Magnús Finnbogason, frá bænum Lágafelli, sem bar fram tillöguna á búnaðarfélagsfundi þá um veturinn og tóku þeir Ragnar Guðlaugsson á Guðnastöðum, Þorsteinn Þórðarson á Sléttubóli, Hlöðver Diðriksson í Litlu-Hildisey, Eiður Hilmisson á Búlandi, Guðlaugur Jónsson, Votmúlastöðum, og Guðmundur Pétursson, Stóru-Hildisey, vel undir.

Magnús hafði svo umsjón með að panta fræ og fá leigða þreskivél auk þess að semja við Jóhann Franksson de Fontenay, framkvæmdastjóra Stórólfsvallabúsins, um þurrkun og kögglun fóðursins, en korninu var blandað við grænfóður og ætlunin að fóðra helst mjólkurkýr með þessu kjarnmikla fæði. Í tímaritinu Frey, í ársbyrjun 1982, segir frá því að uppskera kornsins varð afar breytileg hjá þeim félögunum, eða frá þremur upp í 28,5 tunnur á hektara. Af sjö kornræktarmönnum voru fimm með yfir ellefu tunnur á hektara en meðaluppskeran var 13,5 tunnur á hektarann.

Myndin sýnir Jóhann við stýrið á Massey Fergusson þreskivél við kornskurðinn árið 1961, þeirrar einu sem til var á þeim tíma. Kemur fram í Þjóðviljanum sama ár að hann sé búfræðikandidat að mennt, sonur franska sendiherrans de Fontenay sem var mikill Íslandsvinur alla tíð

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...