Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Mynd / Smalahundafélag Íslands
Fréttir 11. september 2023

Maríus Snær sigursæll í báðum keppnisflokkunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Maríus Snær Halldórsson sigraði í A-flokki í Landskeppni Smalahundafélags Íslands með hundinn Rosa frá Ketilsstöðum. Elísabet Gunnarsdóttir varð önnur með hundinn Ripley frá Írlandi.

Svo skemmtilega vill til að þau Rosi og Ripley eru mæðgin.

Í þriðja sæti í A­flokknum urðu Krzysztof Krawczyk og hundurinn Oreó frá Hallgilsstöðum.

Keppnin var haldin í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi helgina 19.–20. ágúst.

Að sögn Hrafnhildar Tíbrár Halldórsdóttur, ritara Smala­hundafélagsins, lék veðrið við keppendur og gesti á mótinu á laugardeginum. „Lognið flýtti sér helst til mikið seinni daginn og var ákveðið að snúa brautinni til hagræðingar fyrir keppendur og áhorfendur,“ segir hún.

Samstarf smalahundadeilda

Mótið var haldið í samstarfi við Smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadals og var keppt í tveimur flokkum, A­flokki og Unghundaflokki. Alls voru 14 hundar skráðir til leiks, flestir keppendur í A­flokki.

Hrafnhildur segir að í A­flokki séu hundar sem komnir eru með talsverða reynslu og þurfa hundarnir að leysa verkefni í krefjandi aðstæðum með fyrirmælum frá þjálfara sínum. „Þjálfarinn verður að standa á sínum upphafsstað frá því hann sendir hund af stað og þar til hundurinn hefur klárað að sækja kindurnar í um 400 metra fjarlægð, reka kindurnar í gegnum þrjú hlið. En þá kemur hann með hópinn í svokallaðan skiptihring þar sem hundur og þjálfari hjálpast að við að skilja tvær kindur frá hópnum áður en hann er rekinn í litla rétt. Rúsínan í pylsuendanum er síðan ef hundinum tekst að taka eina merkta kind úr hópnum í skiptihringnum.“

Frábærir taktar

Að sögn Hrafnhildar sýndu þau Maríus Snær og Elísabet frábæra takta báða dagana með hunda sína Rosa og Ripley. Maríus vann Unghundaflokkinn, auk A­flokks. „Þessi pör höfðu þegar unnið sér inn rétt til að fara út á Heimsmeistaramót International Sheepdog Society fyrir hönd Smalahundafélagsins en það verður haldið dagana 13.–16. september næstkomandi og við óskum þeim velfarnaðar á því móti.

Við fengum skoskan dómara, Ian Brownlie, til að dæma í keppninni. Með honum í för var eiginkona hans, Jennifer Murtagh, sem ritari og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Við þökkum Líflandi líka kærlega, sem styrkti mótshaldið með veglegum vinningum,“ segir Hrafnhildur.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...