Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Maríuerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. júlí 2023

Maríuerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Maríuerla er lítill, kvikur og flugfimur spörfugl. Hún er útbreidd um mest allt land, einkum niðri á láglendi en einnig finnast fuglar nærri mannabústöðum á hálendinu. Hún er skordýraæta og veiðir helst flugur, bjöllur og fiðrildi. Hún veiðir skordýrin á flugi eða á jörðinni þar sem þær geta hlaupið mjög hratt. Þær hafa langt stél sem þær veifa í sífellu þegar þær sitja eða eru bröltandi á jörðinni. Þessi hegðun er reyndar einkennandi fyrir tegundir af erluætt og draga þær enska heitið sitt, wagtail, af þessari hegðun. Maríuerlur eiga það til að gera sér hreiður í mannabústöðum, klettum eða jafnvel grenitrjám. Venjulega gerir hún hreiðrin frekar hátt uppi og í grenitrjám getur það verið 4-5 m frá jörðinni. Hún er að öllu leyti farfugl hérna á Íslandi enda er hún sérhæfð skordýraæta og lítið er af skordýrum á Íslandi yfir vetrartímann. Þær koma venjulega til landsins í maí þótt fyrstu fuglarnir komi jafnvel upp úr miðjum apríl. Þær fljúga síðan til Vestur-Afríku á haustin og eru venjulega allir fuglar farnir í síðasta lagi í september. Það er ekki hægt að segja að maríuerla sé beint hljóðlátur fugl en hljóðið er engu að síður fjörlegt og vinalegt.

Skylt efni: fuglinn

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...