Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurvegarar í A-flokki voru Maríus Halldórsson í 1. og 2. sæti með Rosa og Mílu sem fengu 101 stig hvort, og í 3. sæti Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley sem hlaut 89 stig.
Sigurvegarar í A-flokki voru Maríus Halldórsson í 1. og 2. sæti með Rosa og Mílu sem fengu 101 stig hvort, og í 3. sæti Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley sem hlaut 89 stig.
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaðamótið, að Eyrarlandi í Fljótsdal í októberlok. Keppt var í A- og B-flokkum auk Unghundaflokks og voru dómarar þeir Gunnar Einarsson og Helgi Árnason.

Þorvarður Ingimarsson, bóndi á Eyrarlandi, segir á Facebook-síðu Smalahundafélagsins að mótið hafi verið hið skemmtilegasta og haldið í einstakri haustblíðu, líkt og myndirnar sýna. Það lítur út fyrir að keppnin hafi verið hin æsilegasta og tilþrifin veruleg, bæði hjá mönnum og vöskum fjárhundum.

SFÍ er áhugamannafélag um ræktun, þjálfun og notkun Border Collie-fjárhunda og var stofnað árið 1992.

Ættbók SFÍ, SNA TI, er viðamikill gagnagrunnur sem félagið rekur í samstarfi við Bændasamtök Íslands.

Þess má geta að Landskeppni félagsins 2024 verður í umsjá Smalahundadeildarinnar Snata í Húnavatnssýslu og verður keppnin haldin í Vatnsdal dagana 24.-25. ágúst á næsta ári. SFÍ hefur staðið fyrir Landskeppnum smalahunda allt frá árinu 1994 auk þess sem landshlutadeildir innan félagsins hafa staðið fyrir minni keppnum.

6 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...