Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
 Margt var um manninn á landbúnaðarsýningunni alla sýningardagana.
Margt var um manninn á landbúnaðarsýningunni alla sýningardagana.
Mynd / ghp
Líf og starf 26. október 2022

Margt að sjá og bragða á

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tugþúsundir gesta heimsóttu stórsýninguna Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Á sýningunni gafst gestum tækifæri á að skoða alla þá fjölbreytni sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða.

Auk þess að skoða nýjustu tæki og tól fyrir landbúnað gátu gestir smakkað á ótrúlegu úrvali gómsætra afurða frá fjölda minni og stærri framleiðenda.

Forseti Íslands og matvælaráðherra fluttu ávarp við opnun sýningarinnar og voru þau sammála um nauðsyn öflugs landbúnaðar í landinu sem undirstöðugreinar í samfélaginu og að nauðsynlegt væri að styrkja stoðir greinarinnar til að tryggja fæðuöryggi í landinu.

Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að fjölbreytni landbúnaðarins á Íslandi sé mikil og að sýningin hafi að hans mati endurspeglað þá miklu grósku.

12 myndir:

Skylt efni: Landbúnaðarsýning

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...