Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Margæs
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 19. maí 2023

Margæs

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Margæs er lítil gæs, minnsta gæsin sem sést hérna á Íslandi. Hún vegur ekki nema um 1,5 kg og er því þó nokkuð léttari en t.a.m. heiðagæsin sem vegur um 2,5 kg. Hún er meiri sjófugl en aðrar gæsir og leitar mikið í leirur þar sem hún lifir helst á marhálmi. Þær verpa í heimskautahéruðum í Norðaustur-Kanada en hafa vetrardvöl á Írlandi. Þær verpa því ekki hérna á Íslandi en stoppa hér bæði vor og haust á leið sinni milli varp- og vetrarstöðva. Þetta er langt og erfitt farflug fyrir margæsina sem liggur m.a. í 2.400 m hæð yfir Grænlandsjökul. Hérna á Íslandi safna þær forða sem þarf að duga bæði fyrir þetta 3.000 km farflug og einnig fyrir varpið sem hefst stuttu eftir að þær koma á varpstöðvarnar. Þegar komið er á varpstöðvarnar er enn þá nokkuð kuldalegt og gróður lítið kominn á strik fyrr en í kringum mánaðamótin júní–júlí þegar ungarnir koma úr eggi. Þetta stopp hennar hérna á Íslandi er því afar mikilvægt til að safna forða og getur skipt miklu máli fyrir vöxt stofnsins. Sá stofn margæsarinnar sem leggur leið sína um Ísland er áætlað að sé um 40.000 fuglar á hausti.

Skylt efni: álftir og gæsir | fuglinn

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f