Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mannskaðahóll
Bóndinn 29. maí 2019

Mannskaðahóll

Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson keyptu Mannskaðahól í apríl 2018 af foreldrum Sunnu; Bjarna Þórissyni og Ingibjörgu Sólveigu Halldórsdóttur, sem bjuggu á Mannskaðahóli frá árinu 1992. Sunna er fjórði ættliðurinn sem býr á Mannskaðahóli. 
 
Síðustu ár hafa Sunna og Bjarni unnið við búið með Bjarna og Veigu.
 
Býli: Mannskaðahóll.  
 
Staðsett í sveit: Höfðaströnd, Skagafirði.
 
Ábúendur: Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum eina dóttur, Árnýju Birtu (11 mánaða). Þá er hundurinn Týri á hlaðinu og fjöldinn allur af köttum.
 
Stærð jarðar?  Um 70 hektarar ræktaðir en alls um 450 hektarar. Eigum hlut í Höfðavatni.
 
Gerð bús? Blandaður búskapur, mjólkur­framleiðsla og sauð­fjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 nautgripir, 270 fjár, 13 hross og gæludýrin.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir eru bæði kvölds og morgna og gefið í fjárhúsum tvisvar á dag. Annars eru fáir dagar eins í bústörfunum og því eru ekki margir hefðbundnir vinnudagar.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt fjárrag og smalamennskur eru ofarlega á lista yfir skemmtilegustu störfin ásamt heyskapnum. Leiðinlegast er þegar illa gengur í búskapnum en honum fylgja hæðir og lægðir eins og í öllu öðru. Svo er skítmokstur ávallt mjög gefandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, þ.e. sömu búfjártegundir, en vonandi aukin hagræðing og vinnusparnaður. Kannski nokkrir hamingjugrísir.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Alltaf gott þegar fólk gefur tíma sinn og vinnu í hagsmunabaráttu allrar stéttarinnar. Lykilatriðið er að standa saman.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, sé staðið vörð um hreinleika landsins og búfjártegundanna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjötið okkar er herramannsmatur og einungis tímaspursmál hvenær aðrar þjóðir kveiki á perunni með það.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kúamjólk, ostur, skyr og reyktur silungur úr Höfðavatni.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með brúnni og alles, og ærfille mínútusteikur. 
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kindurnar voru fyrst reknar inn í nýju fjárhúsin, sem byggð voru sumarið 2015. Og þegar var farið að sjást á Sunnu í byrjun júnímánaðar 2018, meðan hún var að reka fé í fjallið.
Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...