Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mannskaðahóll
Bóndinn 29. maí 2019

Mannskaðahóll

Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson keyptu Mannskaðahól í apríl 2018 af foreldrum Sunnu; Bjarna Þórissyni og Ingibjörgu Sólveigu Halldórsdóttur, sem bjuggu á Mannskaðahóli frá árinu 1992. Sunna er fjórði ættliðurinn sem býr á Mannskaðahóli. 
 
Síðustu ár hafa Sunna og Bjarni unnið við búið með Bjarna og Veigu.
 
Býli: Mannskaðahóll.  
 
Staðsett í sveit: Höfðaströnd, Skagafirði.
 
Ábúendur: Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum eina dóttur, Árnýju Birtu (11 mánaða). Þá er hundurinn Týri á hlaðinu og fjöldinn allur af köttum.
 
Stærð jarðar?  Um 70 hektarar ræktaðir en alls um 450 hektarar. Eigum hlut í Höfðavatni.
 
Gerð bús? Blandaður búskapur, mjólkur­framleiðsla og sauð­fjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 nautgripir, 270 fjár, 13 hross og gæludýrin.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir eru bæði kvölds og morgna og gefið í fjárhúsum tvisvar á dag. Annars eru fáir dagar eins í bústörfunum og því eru ekki margir hefðbundnir vinnudagar.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt fjárrag og smalamennskur eru ofarlega á lista yfir skemmtilegustu störfin ásamt heyskapnum. Leiðinlegast er þegar illa gengur í búskapnum en honum fylgja hæðir og lægðir eins og í öllu öðru. Svo er skítmokstur ávallt mjög gefandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, þ.e. sömu búfjártegundir, en vonandi aukin hagræðing og vinnusparnaður. Kannski nokkrir hamingjugrísir.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Alltaf gott þegar fólk gefur tíma sinn og vinnu í hagsmunabaráttu allrar stéttarinnar. Lykilatriðið er að standa saman.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, sé staðið vörð um hreinleika landsins og búfjártegundanna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjötið okkar er herramannsmatur og einungis tímaspursmál hvenær aðrar þjóðir kveiki á perunni með það.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kúamjólk, ostur, skyr og reyktur silungur úr Höfðavatni.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með brúnni og alles, og ærfille mínútusteikur. 
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kindurnar voru fyrst reknar inn í nýju fjárhúsin, sem byggð voru sumarið 2015. Og þegar var farið að sjást á Sunnu í byrjun júnímánaðar 2018, meðan hún var að reka fé í fjallið.
Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...