Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mannekla og launatap
Fréttir 10. nóvember 2016

Mannekla og launatap

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á hverju ári hefur fjöldi farandverkamanna frá Austur-Evrópu flykkst til Evrópu til að vinna tímabundið við landbúnaðarstörf. Meðal þessara starfa er að tína epli og safna humal á sunnanverðum Bretlandseyjum.

Í framhaldi af úrsögn Breta úr Evrópusambandinu óttast bændur að skortur verði á vinnuafli um hábjargræðistímann og farandverkafólkið að það missi af tekjum sem það hefur talið vísar undanfarin ár og jafnvel áratugi. 

Breskur eplabóndi í Kent sagði í samtali við The Guardian að erfitt væri að manna eplatínsluna með bresku vinnuafli vegna þess að um árstíðabundna vinnu væri að ræða og að margir Bretar teldu það fyrir neðan virðingu sína að tína epli og safna humal.

Samkvæmt opinberum tölum eru að meðaltali um 70.000 farandverkamenn að störfum í Bretlandi á hverju ári og þar af 12.000 sem koma til að tína epli og safna humal. Stærstur hluti þessa fólks kemur til Bretlandseyja frá Austur-Evrópu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...