Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mannakjöt fyrir jólin
Menning 19. desember 2023

Mannakjöt fyrir jólin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið gaf Magnús Jochum Pálsson, meistaranemi í ritlist, út sína fyrstu ljóðabók sem hlaut nafnið Mannakjöt.

Magnús Jochum Pálsson.

Hrífur bókin lesandann með sér á ferð um þær dökku hliðar mannkyns sem við öll könnumst við að einhverju leyti.

Segir höfundur kveikjuna að bókinni kjötframleiðslu og slátrunaraðferðir, en frekari hugmyndavinna leiddi hann svo að tengslum mannslíkamans sem kjöts og þeirri neikvæðu firringu og neyslu sem frá okkur kemur. Tengir eitt ljóðanna við lensku nútímans sem felur í sér að segja frá alls konar áföllum og af breyskri hegðan sinni.

Segir þar frá manni, sem í almenningsvagni tekur upp á því að fletta ofan af sjálfum sér, bæði í andlegri og líkamlegri merkingu, hamfletta sig. Fer svo að fólkið sem situr með honum í vagninum er farið að þreifa á líffærum hans til þess að upplifa að fullnustu þau áföll sem maðurinn hefur orðið fyrir.

Lýsir höfundur bókinni sem dystópískri framtíðarsýn þar sem allt fer til fjandans, gegnum- gangandi tengingar þar sem allt fer úr böndunum.

Mannakjöt vekur lesandann til umhugsunar og málar sterka hugræna upplifun í bland við skemmtilegan leik að orðum. Var Magnús Jochum Pálsson annað tveggja skálda er hlutu Nýræktarstyrk íslenskra bókmennta nú í ár, sem veittur er til að hvetja nýhöfunda til frekari dáða.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f