Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Laxabakki er talið fallegt og byggingarsögulega afar merkilegt hús, sem staðsett er í Grímnes- og Grafnisghreppi.
Laxabakki er talið fallegt og byggingarsögulega afar merkilegt hús, sem staðsett er í Grímnes- og Grafnisghreppi.
Mynd / Facebook-síða verkefnisins
Fréttir 7. mars 2019

Málþing um verndun og endurbyggingu Laxabakka við Sog

Laugardaginn 9. mars, kl. 13:00 verður haldið málþing í sýngarskála Íslenska bæjarins að Austur- Meðalholtum í Flóahreppi undir yfirskirftinni: Laxabakki við Sog; verndun, endurbygging, nýting og framtíðarsýn.

Í tilkynningu vegna málþingsins kemur fram að undanfarinn áratug hafi verið höfð uppi margvísleg viðleitni ýmissa aðila til bjargar fallegu og byggingarsögulega afar merkilegu húsi sem staðsett er í Grímnes- og Grafnisghreppi.

„Hér er um að ræða bæinn Laxabakka á Sogsbökkum sem reistur var af Ósvaldi Knudsen kvikmyndagerðarmanni og málarameistara af miklu listfengi og alúð árið 1942.

Byggingin, sem er sambland af torfbæ og timburhúsi, stendur föstum fótum í innlendri hefð en sker sig jafnframt úr sem mjög meðvitaður hönnunargripur með sterk höfundareinkenni, sem ná bæði til hússins sjálfs, innréttinga, húsmuna og umhverfis. Laxabakki er síðasti hlekkurinn í óslitinni ellefuhundruð ára byggingarsögu íslenska torfbæjarins og baðstofan þar er síðasta íslenska baðstofan sem er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Byggingin er einnig í samræðu við ýmsar hræringar í samtímabyggingarlist og hönnun, m. a. eru allar innréttingar og húsgögn sérhönnuð og smíðuð fyrir húsið. Handverk, allt frá veggjahleðslu, trésmíði, útskurði (gerður af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara), húsgagnasmíði, innréttingum og málningarvinnu ber vott um afar fagleg vinnubrögð.

Þegar hinn heimsfrægi finnski arkitekt Alvar Alto kom til landsins til þess að vera við opnun Norræna hússins (1969) heimsótti hann Laxabakka og lét þá þau orð falla, að Laxabakki væri fallegasta hús sem hann hefði séð á Íslandi.

Mjög hefur hallað á ógæfuhlið hússins síðustu ár vegna mikillar vanrækslu og viðhaldsskorts og nú má ekki tæpara standa ef takast á að bjarga húsinu og endurreisa.

Íslenski bærinn, ásamt hópi áhugamanna um varðveislu hússins sem hefur beitt sér fyrir björgun og uppbyggingu Laxabakka undanfarin ár, hefur ekki getað aðhafst í málinu vegna famgöngu óvinveittra nágranna; annars vegar Landverndar, og hins vegar Hérðsnefndar Árnessýslu. En þessir aðilar hafa í sameiningu lagst algerlega gegn björgun og eðlilegri uppbyggingu þessarar einstöku bygginarsögulegu perlu, og bera í raun ábyrgð á níðurníðslu og eyðileggingu Laxabakka,“ segir í tilkynningunni.

Á þinginu munu helstu sérfræðingar landsins innan byggingalistar, hönnunar, myndlistar, handverks og minjaverndar, náttúruverndar og landslagsarkitektúrs flytja stutt erindi.

Dagskrá:

-Staðbundin- og vistvæn bygginagrlist.

-Saga hússins rakin og sagt frá sérkennum þess hvað varðar handverk og hönnun í máli og myndum.

-Húsið og svæðið greint frá byggingarsögulegu sjónarmiði.

-Samþættingu mannvirkis og umhveris.

-Minjagildi og menningarsögulegt samhengi.

-Sagt verður frá fyrirliggjandi áformum um uppbyggingu og framtíðarsýn um nýtingu Laxabakka.

-Dregin verður upp mynd af því neyðarástandi sem nú hefur skapast og þeirri gíslingu sem þessum einstöku menningarverðmætum er haldið í um þessar mundir.

-Menningarvernd vs náttúruvernd. Fordæmisgildi og Framtíðarhorfur.

-Eyjólfur Eyjólfsson tenór flytur lagið Sveitin milli sanda, eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, en sú söngperla var samin að frumkvæði Ósvaldar Knudsen, upphaflegum eiganda og hönnuði Laxabakka.

-Fyrirspurnir og umræður.

Nánari dagskrá málþingsins verður birt á FB-síðu verkefnisins: Laxabakki - Fallegasta hús á Íslandi

Gert er ráð fyrir að dágskránni verði lokið 15:30 og gefst þá gestum kostur á að skoða Laxabakka, húsin og hið fallega landsvæði sem þeim tilheyrir.

Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir, pönnukökur, kleinur og kaffi gegn frjálsum framlögum.

 

Skylt efni: Laxabakki

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...