Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Mynd / Unsplash - Roman Mykhalchuk
Utan úr heimi 12. september 2023

Málþing um matvæli á heimsvísu

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ár hvert heldur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) málþing um matvæli á heimsvísu (e. World Food Forum - WFF). Þingið fer fram 16.–20. október í höfuðstöðvum FAO í Róm, Ítalíu, en þingið fer einnig fram rafrænt.

Aðalumræðuefni þingsins verður um það hvernig hægt sé að gera ræktun og framleiðslu í landbúnaði og matvælaiðnaði (e. agrifood systems) hagkvæmari og umhverfisvænni til að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

Leitað leiða

Umræðuefnið er gríðarstórt og tekur til allra þeirra þátta sem ná frá því að matvæli eru ræktuð þar til þau eru komin á borð neytenda. Þar má t.d. telja upp þætti líkt og ræktun, framleiðslu, geymslu, samsöfnun, meðhöndlun eftir uppskeru, flutning, vinnslu, dreifingu, markaðssetningu, förgun og neyslu. Átt er við öll þau matvæli sem eru ætluð til manneldis, hvort sem þau eiga upptök sín í gróðurhúsum eða landi, búfjárrækt, skógrækt, sjávarútvegi eða fiskeldi.

Leitað verður leiða til að flýta fyrir aðkallandi loftslagsaðgerðum sem tengjast ofantöldum málefnum en talið er að vegna þeirra sé tilkomin þriðjungur þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru af manna völdum, 90% af eyðingu skóga á heimsvísu, 70% af notkun vatns á heimsvísu og fækkunar á líffræðilegum fjölbreytileika á landi. Talið er að það sé hægt að breyta þessu og ætti að vera ein af aðaláherslunum í baráttunni við loftslagsmál.

Matvælum fargað

Matur er líka stærsti einstaki efnisflokkurinn sem fargað er á urðunarstöðum á heimsvísu og árlega er talið að þeim matvælum sem er sóað eða hent nægi til þess að fæða 1,3 milljarða manna. Á sama tíma er talið að um 735 milljónir manna á heimsvísu hafi lifað við hungursneyð árið 2022, sem er aukning um 122 milljónir manna frá árinu 2019.

Í ár verður ungu kynslóðinni sérstaklega boðið til þátttöku þar sem mikilvægt er að tengja saman og auka samstarf núverandi og næstu kynslóða í baráttunni við loftslagsmál. Einnig til þess að nýta samanlagða hugvitssemi þeirra í vísindum, tækni og nýsköpun og greina fjárfestingartækifæri innan matvæla og landbúnaðar. Auk ungu kynslóðarinnar eru boðnir til þingsins bændur, smáframleiðendur, frumbyggjar, stjórnmálamenn, fjárfestar í landbúnaði og vísindamenn – öll með sama markmið, að komast nær fæðuöryggi og nálgast betri framtíð matvæla fyrir alla á umhverfisvænan hátt.

Skylt efni: World Food Forum

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...