Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Mynd / Unsplash - Roman Mykhalchuk
Utan úr heimi 12. september 2023

Málþing um matvæli á heimsvísu

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ár hvert heldur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) málþing um matvæli á heimsvísu (e. World Food Forum - WFF). Þingið fer fram 16.–20. október í höfuðstöðvum FAO í Róm, Ítalíu, en þingið fer einnig fram rafrænt.

Aðalumræðuefni þingsins verður um það hvernig hægt sé að gera ræktun og framleiðslu í landbúnaði og matvælaiðnaði (e. agrifood systems) hagkvæmari og umhverfisvænni til að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

Leitað leiða

Umræðuefnið er gríðarstórt og tekur til allra þeirra þátta sem ná frá því að matvæli eru ræktuð þar til þau eru komin á borð neytenda. Þar má t.d. telja upp þætti líkt og ræktun, framleiðslu, geymslu, samsöfnun, meðhöndlun eftir uppskeru, flutning, vinnslu, dreifingu, markaðssetningu, förgun og neyslu. Átt er við öll þau matvæli sem eru ætluð til manneldis, hvort sem þau eiga upptök sín í gróðurhúsum eða landi, búfjárrækt, skógrækt, sjávarútvegi eða fiskeldi.

Leitað verður leiða til að flýta fyrir aðkallandi loftslagsaðgerðum sem tengjast ofantöldum málefnum en talið er að vegna þeirra sé tilkomin þriðjungur þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru af manna völdum, 90% af eyðingu skóga á heimsvísu, 70% af notkun vatns á heimsvísu og fækkunar á líffræðilegum fjölbreytileika á landi. Talið er að það sé hægt að breyta þessu og ætti að vera ein af aðaláherslunum í baráttunni við loftslagsmál.

Matvælum fargað

Matur er líka stærsti einstaki efnisflokkurinn sem fargað er á urðunarstöðum á heimsvísu og árlega er talið að þeim matvælum sem er sóað eða hent nægi til þess að fæða 1,3 milljarða manna. Á sama tíma er talið að um 735 milljónir manna á heimsvísu hafi lifað við hungursneyð árið 2022, sem er aukning um 122 milljónir manna frá árinu 2019.

Í ár verður ungu kynslóðinni sérstaklega boðið til þátttöku þar sem mikilvægt er að tengja saman og auka samstarf núverandi og næstu kynslóða í baráttunni við loftslagsmál. Einnig til þess að nýta samanlagða hugvitssemi þeirra í vísindum, tækni og nýsköpun og greina fjárfestingartækifæri innan matvæla og landbúnaðar. Auk ungu kynslóðarinnar eru boðnir til þingsins bændur, smáframleiðendur, frumbyggjar, stjórnmálamenn, fjárfestar í landbúnaði og vísindamenn – öll með sama markmið, að komast nær fæðuöryggi og nálgast betri framtíð matvæla fyrir alla á umhverfisvænan hátt.

Skylt efni: World Food Forum

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...