Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Makarót slær í gegn sem heilsufæði
Fréttir 9. desember 2014

Makarót slær í gegn sem heilsufæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjófar í brutust nýlega inn í vöruskemmu í Junín héraði í Perú og höfðu á brott með sér rúmt tonn að makarótum. Talið er að þýfið verði selt til Kína.

Stuldurinn væri ekki frásagnarverður nema fyrir þær sakir að rætur þessar, sem líkjast einna helst rófum, hafa slegið rækilega í gegn sem heilsufæði í Kína. Verð á rótunum hefur rokið upp þrátt fyrir að verð til fjallabænda í Perú hafi staðið í stað. Vinsældir rótarinnar hafa einnig verið að aukast á Vesturlöndum þar sem hún er sögð virka gegn krabbameini.

Í Bandaríkjunum hefur verð á einu kílói á dufti sem unnið er úr rótinni hækkað úr 900 krónum í 3700 á einu ári og er búist við að það hækki enn meira á næsta ár eða í allt að 10.000 krónur fyrir kílóið.

Í Kína er rótin sögð kynörvandi og seld dýru verði sem slík. Sagt er að kínverskir kaupendur rótarinnar hafa komið til Perú og fyllt margar ferðatöskur af rótinni sem þeir smygla úr landi og inn í Kína.

Svo mikil er ásóknin í makarætur að yfirvöld í Perú eru farnar að hafa áhyggjur af því að hún sé ofnýtt en rótin á sé langa nytjasögu frá því fyrir tíma Inkanna.

Fræjum af jurtinni hefur einnig verið stolið og smyglað úr landi þrátt fyrir blátt bann við slíku og óttast yfirvöld í Perú að ræktun í Kína munu fljótlega verða meiri en í Perú. Ræktun Kínverja hefur vekið upp spurningar um rétt innfæddra, í þessu tilfelli í Perú, yfir plöntum sem þeir hafa ræktað í hundruð ára. 
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...