Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Haraldur Þór Jónsson.
Haraldur Þór Jónsson.
Fréttir 6. febrúar 2024

Mælir með nafninu Þjórsárbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samhliða forsetakosningunum 1. júní í sumar munu íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kjósa um nýtt nafn á sveitarfélaginu.

Núverandi nafn þykir frekar langt og óþjált ásamt því að fáir íbúar landsins átta sig á því hvar sveitarfélagið er staðsett á landinu.

„Nú er mikil uppbygging fram undan hjá okkur og því finnst mér kominn tími á að nýtt nafn verði valið á sveitarfélagið sem hafi betri tengingu í landfræðilega staðsetningu okkar ásamt því að vera styttra og þjálla. Þá myndum við líka fá nafn sem framtíðarkynslóðir geta sameinast um.

Umræðan er komin af stað í samfélaginu um nýtt nafn og verður haldinn íbúafundur í mars til að ræða málið betur. Vonandi leiðir það til þess að 2-3 nöfn standi upp úr sem við getum kosið um þann 1. júní,“ segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri.

Hann er á því að nafn Þjórsár eigi að vera hluti af nafni sveitarfélagsins enda liggur sveitarfélagið með fram Þjórsánni alveg upp að Hofsjökli ásamt því að Þjórsárdalurinn verður mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu á komandi árum með þeirri uppbyggingu sem er farin af stað þar.

„Flestir Íslendingar vita hvar Þjórsáin er og því myndi það auka vitund landsmanna um hvar sveitarfélagið er staðsett. Þjórsársveit, Þjórsárhreppur eða Þjórsárbyggð hafa oft verið nefnd.

Eftir að hafa hugsað þetta í langan tíma þá held ég að Þjórsárbyggð væri það nafn sem ég myndi kjósa, en umræðan næstu vikurnar mun vonandi leiða til þess að við sameinumst um nýtt nafn og það hljóti sterka kosningu,“ segir Haraldur.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f