Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Líf og starf 10. nóvember 2023

Maður í mislitum sokkum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Austur-Eyfellinga var stofnað 1970 og hefur á þessum áratugum sett upp klassísk stórverkefni á borð við Kardimommubæinn og Önnu í Stóruborg auk þess að sinna leiklistarkennslu.

Nú í ár, um miðjan september, hóf leikfélagið æfingar á gamanleiknum Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman. Um ræðir grátbroslegan farsa þar sem ekkjan Steindóra er í aðalhlutverki. Hún er búsett í blokk eldri borgara og lifir heldur tilbreytingarsnauðu lífi þar til dag einn að hún finnur ókunnan mann sitjandi í farþegasætinu í bílnum hennar.

Sá er illa áttaður, þekkir hvorki nafn sitt né hvernig stendur á því að hann situr í bílnum – veit hvorki hvort hann er að koma eða fara.

Steindóra ákveður í einhverju fáti að fara með hann heim til sín sem í kjölfarið veldur bæði alls kyns misskilningi og vandamálum, enda skilja nágrannar hennar og vinir ekkert í því hvaða (mögulega spennandi) maður þetta er og hvort megi bara hirða fólk upp af götunni sisvona?

Býður þessi bráðfyndni farsi bæði upp á hlátur og grátur undir leikstjórn Gunnsteins Sigurðssonar, en áætlað er að frumsýna um miðjan nóvember í félags- heimilinu Heimalandi. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...