Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einar Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir á sviðinu. Ef vel er að gáð má sjá að Einar er í mislitum sokkum.
Einar Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir á sviðinu. Ef vel er að gáð má sjá að Einar er í mislitum sokkum.
Mynd / Jón Jónsson
Menning 24. mars 2023

Maður í mislitum sokkum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sunnudaginn 26. mars frumsýnir Leikfélag Hólmavíkur gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman, í leikstjórn Skúla Gautasonar.

Fjallar verkið um ekkjuna Steindóru sem búsett er í blokk eldri borgara og lifir frekar tilbreytingasnauðu lífi. Dag einn er hún kemur út úr verslun og ætlar að aka heimleiðis, situr ókunnur maður í farþegasætinu i bílnum hennar. Maður þessi veit hvorki nafn sitt, né hvar hann býr eða hvert hann er að fara. Hann gerir sér þó grein fyrir að hann er klæddur mislitum sokkum. Í einhverju fáti ákveður ekkjan að taka hann með sér heim í blokkina enda óviss um hver hann er eða hvað á að gera við hann. Þar fléttast vinkonur hennar og aðrir nærstaddir inn í málið með tilheyrandi vandræðagangi. Er um bráðskemmtilega atburðarás að ræða og býður sýningin í raun bæði upp á hlátur og grátur og ætti enginn að láta sýninguna framhjá sér fara.

„Þetta er notalegur gamanleikur og ég held að allir ættu að geta haft gaman af sýningunni,“ segir Skúli Gautason leikstjóri, en þetta er í sjöunda sinn sem hann leikstýrir Leikfélagi Hólmavíkur. „Þetta er held ég eina leikfélagið á landinu sem hefur haldið í þá hefð að fara jafnan með sýningar sínar í leikferð,“ bætir hann við.

Frumsýning er eins og áður segir 26. mars, en sýndar verða fimm sýningar í félagsheimilinu Sævangi þar sem Sauðfjársetrið er til húsa. Þar er að panta súpu á fyrir sýningar, en þeim lýkur laugardaginn fyrir páska. Í framhaldinu er svo stefnt að því að fara í leikferð eftir sauðburð. Miðasölusími er 693 3474 og hefjast aðrar sýningar en sú fyrsta kl. 20.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...