Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Lykillinn að betri löggjöf fyrir fólkið í landinu
Af vettvangi Bændasamtakana 6. janúar 2025

Lykillinn að betri löggjöf fyrir fólkið í landinu

Höfundur: Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Bændasamtökunum.

Íslenskur landbúnaður hefur lengi verið hornsteinn samfélagsins. Þegar ný ríkisstjórn tekur við keflinu er brýnt að til staðar sé þekking á málefnum landbúnaðarins og að ný ríkisstjórn og allir kjörnir þingmenn skilji mikilvægi hans.

Katrín Pétursdóttir

Enn fremur er mikilvægt að stjórnvöld meti áskoranir í landbúnaði og tryggi framtíðarhag greinarinnar. Lögfræðileg álitaefni, samráð við hagaðila og vel ígrunduð ákvarðanataka gegna lykilhlutverki í því ferli. Lögin eru ekki aðeins tæki til að takmarka heldur einnig til að veita rými fyrir ný tækifæri.

Meginmarkmið Bændasamtaka Íslands er meðal annars að beita sér fyrir bættri afkomu bænda og betri rekstrarskilyrðum í landbúnaði. Með þátttöku samtakanna í samráðsgátt stjórnvalda taka samtökin virkan þátt í að móta rekstrarumhverfi bænda. Samráðsgáttin er vettvangur fyrir almenning, hagsmunaaðila og aðra sérfræðinga til að hafa áhrif á stefnumótun, lög og reglugerðir fyrir gildistöku.

Samráðsgátt stjórnvalda er öflugt og mikilvægt verkfæri sem stuðlar að gagnsæi, lýðræðislegri þátttöku og bættri lagasetningu. Gáttin er ekki aðeins lýðræðislegt tæki heldur líka verkfæri sem á að tryggja að nýjar reglur séu skynsamlegar, framkvæmanlegar og þjóni almannahagsmunum.

Á vettvangi OECD er samráð talið vera lykilatriði sem verkfæri fyrir stjórnvöld, ásamt t.d. mati á áhrifum, til að bæta gæði reglusetningar, stuðla að aukinni sátt og vitund hagsmunaaðila um lög, reglur og stefnur, færri brot á reglum þar sem aðkoma hagsmunaaðila stuðlar að farsælli innleiðingu og aukið gagnsæi.

Til að samráðsgáttin virki sem skyldi þarf þó að nýta hana rétt. Á 152. löggjafarþingi árið 2022 birtist bandormur á samráðsgátt stjórnvalda sem varð að lögum nr. 74/2022. Í nokkuð nýlegum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness (mál nr. T-232/2024) var meðal annars fjallað um samráðsferlið sem átti sér stað við setningu laganna. Þrátt fyrir greinargóðar ábendingar frá Bændasamtökunum, sem bentu á óskýrleika forkaupsréttarákvæða í jarðalögum í samráðsferlinu, var ekki tekið tillit til þeirra. Í úrskurðinum segir meðal annars: „Í raun þarf ekki að hafa fleiri orð um óskýrleika jarðalaga að þessu leyti, enda var í engu komið til móts við þessar ábendingar.“

Hér er pláss fyrir bætingar en einbeitum okkur nú að því að horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt og könnum tækifærin sem felast í notkun samráðsgáttarinnar. Samráðsgáttin er nefnilega ekki einungis vettvangur fyrir almenning, sérfræðinga og hagsmunaaðila til að koma ábendingum á framfæri heldur líkatækistjórnvaldatilaðbætagæði laga og reglugerða. Með vönduðum vinnubrögðum getur gáttin stuðlað að auknu traustu á stjórnvöld.

Lýðræði byggir á þátttöku almennings og í því að stjórnvöld taki ákvarðanir í samræmi við vilja þjóðarinnar. Í því samhengi gegnir samráðsgáttin lykilhlutverki sem vettvangur þar sem almennir borgarar geta tjáð sig, sérfræðingar miðla þekkingu sinni og hagsmunaaðilar koma athugasemdum á framfæri.

Lög og reglur verða oft tæknileg og krefjast oft dýpri sérþekkingar. Sérþekkingar sem til dæmis í tilviki bænda liggur hjá bændum sjálfum og hagsmunasamtökum bænda. Gáttin opnar leið fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila til að leggja sitt af mörkum og aukið þannig gæði lagasetningar. Samráðsferli ætti að tryggja að þeir sem verða fyrir áhrifum af breytingum hafi rödd í ferlinu. Með því að virkja betur þekkingu þeirra sem lögin snerta er hægt að tryggja löggjöf sem er betur ígrunduð, sem nýtur víðtæks stuðnings þeirra sem lögin eiga að þjóna og eru jafnvel enn betur í framkvæmd.

Þegar við byggjum á lagalegum grunni, tryggjum gagnsæi og stuðlum að virku samráði, styrkjum við lýðræðið og réttaröryggi í landinu. Að nýta samráðsgáttina til fulls er ekki aðeins skylda stjórnvalda heldur einnig tækifæri til að móta betra samfélag fyrir alla.

Framtíð íslensks landbúnaðar ræðst af stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar. Vel mótað lagaumhverfi getur skapað rekstrarskilyrði þar sem landbúnaður dafnar.

Með því að tvíefla samráð við Bændasamtök Íslands og tryggja þátttöku þeirra í samráðsferli stjórnvalda styrkjum við enn frekar stoðir íslensks landbúnaðar og þannig tökum við stærra skref í að tryggja fæðuöryggi og matvælaöryggi á Íslandi.

Skylt efni: Réttarfréttir

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...