Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lygin um ESB
Skoðun 4. nóvember 2016

Lygin um ESB

Viðræður um aðild að ESB hafa aldrei snúist um að fá að kíkja í einhvern pakka og velja þaðan bestu molana. Þetta hefur verið vitað alla tíð en þeir sem þrá að leiða þjóðina inn í þetta ríkjabandalag hafa óhikað beitt fyrir sig lyginni um þetta mál. 

Það hefur margoft komið fram í umræðunni og í viðræðum við fulltrúa ESB að ekki stæði til að Ísland fengi einhverjar undanþágur frá meginreglum sambandsins. Meira að segja var Össur Skarphéðinsson skammaður í beinni útsendingu af stækkunarstjóra fyrir að halda slíku fram. Einu undanþágurnar fælust í því að fresta innleiðingu á einhverjum þáttum í takmarkaðan tíma. Þetta vissu allir sem að þessu borði hafa komið, líka þeir sem vildu draga Ísland þar inn og það án þess að spyrja þjóðina fyrst.

Nú hefur sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, tekið af öll tvímæli um þessi mál. Hann sendi einfaldlega fyrirspurn til Evrópusambandsins og spurði hvað væri satt og rétt í því hvað fælist nákvæmlega í aðildarumsókn. Presturinn fékk svar um hæl sem hljóðar svo:

„Reglur Evrópusambandsins sem slíkar (einnig þekktar sem acquis) eru óumsemjanlegar; þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmdar gildandi laga og reglna ESB.

Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara – annaðhvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.“

Þarna hafa menn það svart á hvítu. Líka þeir sem ruku í að stofna heilan flokk í vor sem átti að sannfæra þjóðina um að lygin um pakkann til að kíkja í væri heilagur sannleikur. 

Einföld lausn á kjararáðsmáli

Annað stórmál í augum mikils fjölda Íslendinga er ákvörðun kjararáðs um stórhækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands. Þótt flestir geti verið sammála um að þessir þjónar almennings eigi að vera á þokkalegum launum, þá þykir greiðendum launanna, almenningi í landinu, sér greinilega misboðið. Það að hækkanirnar nemi á einu bretti nær tvöföldum lægstu launum verkafólks á mánuði, er eðlilega eitthvað sem venjulegt fólk á erfitt með að kyngja. 

Verkalýðsforingjar, sem margir hverjir eru reyndar með svimandi há laun, krefjast þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka. Einnig að þær forsendur sem kjararáð starfar eftir verði endurskoðaðar. Allavega er ljóst að svona getur þetta ekki gengið. 

Það mætti vel hugsa sér lausn á þessu máli. Einfaldast væri að setja reglur um að hæstu laun innan kerfisins yrðu aldrei hærri en t.d. fjórföld laun lægstu taxta aðildarfélaga ASÍ. Þar með yrðu lægstu laun heldur aldrei lægri en fjórðungur af hæstu launum embættismanna. Í þessu felst bein ábyrgð allra og um leið yrði komið í veg fyrir að ójöfnuður aukist í kerfinu. Ef topparnir krefjast hærri launa, þá draga þeir um leið með sér þá lægst launuðu. − Sem sagt allra hagur. 

 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...