Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga
Fréttir 6. desember 2019

Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændablaðið sendi Lyfjastofnun fyrirspurn vegna umræðunnar um iðnaðarhamp og leyfi til að rækta hann. Auk þess var spurt hver staða hamps væri í ýmiss konar vörum sem fluttar eru til landsins. Einnig var spurt og hvort skýra þurfi eða breyta lögunum til þess að leyfa ræktunina að mati Lyfjastofnunar.

Í svari Lyfjastofnunar segir að á undangengnu ári hafi stofnuninni borist fjöldinn allur af fyrirspurnum og erindum sem snúa að því hver sé lögformleg staða þeirra vara og plantna. Þessum fyrirspurnum hefur fjölgað verulega á þessu ári í samanburði við árin þar á undan. Staða iðnaðarhamps og CBD var af þessum sökum því nýlega tekin sérstaklega til skoðunar hjá stofnuninni.

Lyfjastofnun telur að ákvæði ávana- og fíknilaga, nr. 65/1974, með síðari breytingum, feli í sér að plöntur og efni af þessum toga falli undir ákvæði 2. gr. og 6. gr. laganna, og sé innflutningur, meðferð og varsla þeirra bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Umrædd löggjöf gerir til að mynda ekki greinarmun á mismunandi afbrigðum kannabisplantna, né því magni af virkum efnum sem mismunandi afbrigði plantnanna framleiða.

Mikilvægt er að leiðrétta þann misskilning sem virðist gæta að Lyfjastofnun hafi veitt leyfi til innflutnings á hamppróteindufti og hampfræjum sem markaðssett eru hér á landi. Um er að ræða vörur sem flokkast sem matvæli og hefur Matvælastofnun þar af leiðandi eftirlit með innflutningi þeirra og markaðssetningu. Hvað varðar aðrar vörur sem innihalda hamp getur Lyfjastofnun ekki tjáð sig um, enda um að ræða vörur sem heyra undir eftirlit ýmissa annarra opinbera stofnana.

Lyfjastofnun hefur ekki mótað sér sérstaka skoðun á því hvort um sé að ræða ósamræmi í lögum eða hvort þurfi að skýra eða breyta lögum á þessu sviði, enda stofnuninni ekki falið slíkt hlutverk lögum samkvæmt. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...