Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfsmenn Oddeyrarskóla á fullu við lummbakstur.
Starfsmenn Oddeyrarskóla á fullu við lummbakstur.
Líf&Starf 22. júní 2016

Lummubaksturssnillingar í Oddeyrarskóla

Starfsfólk Oddeyrarskóla eru miklir aðdáendur Bænda­blaðsins. Á kaffistofunni er blaðið oft  uppspretta fjörlegrar umræðu um landsins gagn og nauðsynjar.
 
Starfsfólkið reynir gjarnan að gera eitthvað skemmtilegt með nemendum skólans. Þannig var t.d. á fullveldisdaginn 1. desember 2015 ákveðið að skella í lummur og bakaðir af þeim háir staflar sem nemendur gæddu sér síðan á með dass af sykri. Að sjálfsögðu var greint frá þeim viðburði á síðum Bændablaðsins á sínum tíma. Gallinn var bara sá að myndir fylgdu ekki fréttinni eins og vera bar.
 
Ástæðan var að nafn aðal lummubakarans hafði ekki skilað sér til blaðsins og var myndin því sett til hliðar á síðustu stundu. 
 
Eðlilega voru starfsmenn Oddeyrarskóla þá ekki par sáttir við sitt uppáhaldsblað og gerðu athugasemd við þetta vítaverða myndleysi. Alla tíð síðan hafa samstarfsmenn þessa slynga lummubakara lagt hart að ritstjóra Bændablaðsins að gera bragarbót á myndleysinu. 
 
Þar sem nú er loks búið að fá upplýst hver þessi röska manneskja er (sjá mynd hér til hliðar), þá þótti ekki verjandi lengur að bíða með myndbirtingu. Kannski ekki heldur seinna vænna þar sem starfsmenn eru að fara í sumarfrí og senn að koma 17. júní.   
 
Bændablaðið óskar Hrönn og öðrum velunnurum sínum í Oddeyrarskóla gleðilegs sumars.

2 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...