Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa
Mynd / Ragnar Þorsteinsson
Líf&Starf 3. janúar 2022

Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íslensk lömb - Lambadagatal 2022 er komið út í áttunda sinn. Daga- talið er í A4 stærð og auðvelt að hengja það upp hvar sem hentar. Sem fyrr prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum úti í náttúrunni.

„Allar myndirnar í dagatalinu voru teknar á sauðburði síðastliðið vor og það vor var skítkalt en þurrt og hægviðrasamt,“ segir Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi í Aðaldal, sauðfjárbóndi, útgefandi og höfundur lambadagatalsins. Hann segir bæði krefjandi og tímafrekt að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði. Þau eru sjálfstæð og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem er í gangi í kringum sig og eru stundum lítið til í að standa kyrr og brosa meðan myndavélinni er stillt upp. „Á þessum tíma er sauðburður í fullum gangi og því oft ekki mikill tími aflögu til annarra verka.

Myndatakan er þó mjög skemmtileg og það er endurnærandi á sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbunum, knúsa þau og vinna traust þeirra. Megintilgangur útgáfunnar er að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar og finna á þeirri vegferð, þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir Ragnar í Sýrnesi.  

Skylt efni: Lambadagatalið

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...