Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa
Mynd / Ragnar Þorsteinsson
Líf&Starf 3. janúar 2022

Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íslensk lömb - Lambadagatal 2022 er komið út í áttunda sinn. Daga- talið er í A4 stærð og auðvelt að hengja það upp hvar sem hentar. Sem fyrr prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum úti í náttúrunni.

„Allar myndirnar í dagatalinu voru teknar á sauðburði síðastliðið vor og það vor var skítkalt en þurrt og hægviðrasamt,“ segir Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi í Aðaldal, sauðfjárbóndi, útgefandi og höfundur lambadagatalsins. Hann segir bæði krefjandi og tímafrekt að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði. Þau eru sjálfstæð og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem er í gangi í kringum sig og eru stundum lítið til í að standa kyrr og brosa meðan myndavélinni er stillt upp. „Á þessum tíma er sauðburður í fullum gangi og því oft ekki mikill tími aflögu til annarra verka.

Myndatakan er þó mjög skemmtileg og það er endurnærandi á sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbunum, knúsa þau og vinna traust þeirra. Megintilgangur útgáfunnar er að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar og finna á þeirri vegferð, þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir Ragnar í Sýrnesi.  

Skylt efni: Lambadagatalið

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...