Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mold íslenskra votlenda inniheldur áfok og gjóskulög og eru því sannarlega með lægra hlutfall (%) kolefnis í hverju jarðvegslagi en gengur og gerist í mómýrum norðurslóða – og þeim mun lægra hlutfall sem áfokið er meira.
Mold íslenskra votlenda inniheldur áfok og gjóskulög og eru því sannarlega með lægra hlutfall (%) kolefnis í hverju jarðvegslagi en gengur og gerist í mómýrum norðurslóða – og þeim mun lægra hlutfall sem áfokið er meira.
Á faglegum nótum 31. maí 2021

Losa íslensk votlendi minna af CO2 en erlendar mómýrar vegna lægra kolefnishlutfalls?

Höfundur: Ólafur Arnalds

Samkvæmt skýrslugjöf Íslands til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna losa framræst votlendi á Íslandi rúmlega helmingi meira af gróðurhúsalofttegundum en önnur starfsemi hérlendis, þ.á m. samgöngur, iðnaður o.s.frv.

Að gefnu tilefni er rétt að huga að mismuninum á kolefnishlutfalli og magni kolefnis í jarðvegi á Íslandi í tengslum við losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem gætt hefur bagalegs misskilnings í umræðunni.

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðar-háskóla Íslands.

Mold íslenskra votlenda inniheldur áfok og gjóskulög og eru því sannarlega með lægra hlutfall (%) kolefnis í hverju jarðvegslagi en gengur og gerist í mómýrum norðurslóða – og þeim mun lægra hlutfall sem áfokið er meira. Því er gjarnan haldið fram að losun íslenskra votlenda hljóti því að vera minni en t.d. finnskra mómýra, sem haldið er á lofti bæði af leikum sem lærðum, m.a. hér í Bændablaðinu. Í þessu felst afar bagalegur misskilningur. Heildarmagn (kg/m3 eða kg/m2) kolefnis er nefnilega ekki endilega lægra í íslensku votlendunum (þungi kolefnis í hverjum rúmmetra eða undir hverjum fermetra). Það má ekki gleyma að gera ráð fyrir rúmþyngd jarðvegsins, sem er meiri í votlendum á Íslandi en í arktískum mómýrum almennt. Íslenski votlendisjarðvegurinn er einfaldlega þyngri í sér en mómold í nágrannalöndunum.

Tökum dæmi þar sem borið er saman arktískt votlendi (mójörð) með 30%C og rúmþyngd 0,2 t/m3 annars vegar og hins vegar votjörð á Suðurlandi með 10%C (sem telst lágt kolefnishlutfall í votlendi) en rúmþyngdina 0,6 t/m3:

Þyngd (heildarmagn) kolefnis í rúmmetra moldar (kg) = %C/100 x rúmþyngd t/m3 x 1000 kg/t

Arktísk mójörð: 30/100 x 0,2 x 1000 = 60 kg/m3

Sunnlensk votjörð: 10/100 x 0,6 x 1000 = 60 kg/m3

Niðurstaðan er því sú að það er jafnmikið kolefni í rúmmetra af íslensku votjörðinni og í finnskri mójörð í þessu dæmi. Almennt er ekki hægt að nota þá röksemdafærslu fyrir því að íslensk votlendi hljóti að vera losa minna af gróðurhúsalofttegundum vegna þess að þau séu ekki eins lífræn, heildarmagn kolefnis er sambærilegt. Hærra steinefna­innihald og lægra C/N hlutfall í íslenskum votlendum eru líkleg til að hafa örvandi áhrif á örveruvirkni og losun CO2 miðað við t.d. finnskan mó. Rannsókn Snorra Þorsteinssonar á losun frá kjörnum með mismunandi kolefnisinnihald styðja við þau líkindi (BSc verkefni við LbhÍ).

Losun CO2 úr framræstum votlendum er væntanlega mis­jafnlega mikil – breytileiki í lands­lagi, jarðvegsgerð, og gerð skurða er mikill sem og grunnvatnsstaðan. Votlendi sem hafa myndast við uppgræðslu á söndum eru t.d. afar sérstök kerfi. Líklegt er að þau séu binda þrátt fyrir framræslu – alla vega á meðan moldin er að safna kolefni og kolefnislagið er að þykkna. Enn á eftir að bæta verulega í þekkingu á losun á milli mismunandi jarðvegsgerða, umhverfisaðstæðna og rasks, en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið gefa til kynna að losunartölur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna séu góð nálgun fyrir meðaltalið. Nota ber bestu þekkingu á hverjum tíma – eins og nú er gert að hálfu Umhverfisstofnunar við skýrslugjöf til Loftslagssamningsins.

Mikilvægt er að hafa í huga að ekki hefur verið rætt um að fylla í skurði á því landi sem er notað til heyframleiðslu eða aðra ræktun þegar rætt er um endurheimt votlendis. Hins vegar er sjálfsagt er að fylla upp í skurði sem hafa engan augljósan eða hagnýtan tilgang og þar er af nógu að taka. Losun frá framræstum mýrum hefur vissulega áhrif á kolefnisspor framleiðslu sem nýtir slíkt land – það er málefni sem skoða þarf frá sem flestum hliðum í framtíðinni. En það er mikilvægt að halda því til haga að magn kolefnis í íslenskum votlendum er oftast sambærilegt við það sem þekkist í mómýrum nágrannalandanna, en eðli jarðvegs getur mögulega verið hvetjandi fyrir losunina miðað við aðrar mómýrar.

Skylt efni: kolefnislosun mýrar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...