Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Höfundur: Maja Siska

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í bústaðnum, á pallinum eða sem teppi á sófanum, sem poncho eða slá með nælu. Líka tilvalin sem gjöf.

Sikksakk munstrið minnir á gömlu munsturbekkina, er einfalt að prjóna og er ekki tvíbandaprjón; og þar með eru engir spottar á röngunni.

Lopagleði er úr tvöföldum plötulopa. Veldu úr íslensku lambalitunum frá Þingborg, eða handlituðum lopa í öllum regnbogalitum frá Hörpugull eða Sléttuskjótt. Eða notaðu gráan feldfélopann.

Prjónafesta:12L / 18 umf. á 10 cm, slétt prjón, fram og til baka, á prjóna nr. 6.

Prjónafestan skiptir ekki öllu máli hér. En passaðu upp á að prjónaða efnið verði létt og ekki of fast eða stíft!

Ef þú notar annað band má aðlaga lykkjufjöldann: hann þarf að deilast með 17 L plús 2 x 6 L fyrir kantinn.

Stærð:

Breidd: uþb. 170 cm
Hæð: 72 cm

Efni: Plötulopi, tvöfaldur
Aðallitur: 400 g
Rendur: 3 x 30 g

Hringprjónn nr. 6, 100 cm – eða prjónastærð sem þarf til að fá rétta prjónafestu.
Prjónamerki eða afgangsspottar, saumnál.

Uppfit:

Fitjið upp 216 L og prjónið stroff (Ra): *1 L sl, 1 L br* út til enda.
Prjónuð stroff í 5 cm, endið á röngunni.

Kantar: Fyrir allt stykkið: prjónið alltaf stroffið í fyrstu og síðustu 6 L. Þetta kemur í veg fyrir að stykkið rúllist upp á köntum. Setið prjónamerki á eftir fyrstu 6 L og fyrir siðustu 6 L.

Prjónið slétt prjón á milli kanta (Ré: slétt, Ra: brugðið), þangað til stykkið mælist 10 cm frá uppfiti.

Fyrsta undirbúnings- og útaukninga-umf:
Fyrir sikksakk munstrið:
: prj stroff í 6 L, PM, *Pfa, 15 L sl, Pfa, sPM*, endurt * - * að síðustu 6 L, stroff.
Ra: 6 L stroff, prjónið br, 6 L stroff.

Önnur undirbúnings- og útaukninga-umf:
Ré:
prj 6 L stroff, PM, *Pfa, 17 L sl, Pfa, PM*, endurt * - * að síðustu 6 L, stroff.
Ra:
6 L stroff, prjónið br, 6 L stroff. Núna eru 21 L í hverri endurtekningu af munstrinu (á milli PM), samtals 264 L. (12 x 21 L + 12 kantlykkjur).

Sikksakk munstur:
Haldið áfram í aðallit næstu 6 umf.:
Sikksakk endurtekningin:
1. umf/RÉ: 6 L stroff, PM, *Pfa; 8 L sl, ÞLÚ, 8 L sl, Pfa, PM* endurt að síðustus 6 L, stroff.
2. umf/Ra: 6 L stroff, br að síðustu 6 L, stroff.
Endurtekið tvisvar sinnum, samtals 6 umf. í heild. Þetta myndar 1 rönd of sikksakk munstrinu.
Prjónið 3 rendur í munsturlitum:
Með munsturlit 1 prj 1 rönd (alls 6  umf).
Með munsturlit 2 prj 1 rönd (alls 6 umf).
Með munsturlit 3 prj 1 rönd (alls 6 umf).

Skiptið í aðallit og prjónið 1 rönd (alls 6 umf).
ATH! Þetta er mikilvægt svo að síðasta litaröndin fletjist ekki út.

Úrtöku- umf: Í næstu 4 umf. er sikksakk mustrið prjónað eins og áður, nema útaukningunum (Pfa) er sleppt:
1. umf/Ré: 6 L stroff, PM, *9 L sl, ÞLÚ, 9 L sl, PM* endurt að síðustus 6 L, stroff.
2. umf/Ra: 6 L stroff, br að síðustu 6 L, stroff.
3. umf/Ré: 6 L stroff, PM, *8 L sl, ÞLÚ, 8 L sl, PM* endurt að síðustus 6 L, stroff.
4. umf/Ra: 6 L stroff, br að síðustu 6 L, stroff.

Núna er aftur upprunalegum lykkjufjölda náð: 216 L.
Haldið áfram að prjóna slétt á milli kanta, þangað til stykkið mælist 67 cm frá uppfiti.

Prjónið stroff allar lykkjur, í 5 cm. Fellið laust af. (Til dæmis með „ Icelandic Bind Off“, youtube.com).

Frágangur: Gangið frá lausum endum. Handþvoið og leggið til þerris. Nú er bara að njóta! Hönnuður: Maja Siska

Styttingar:
Pfa Prjónið framan og aftan í sömu lykkjuna.
ÞLÚ Þriggja lykkju úrtaka (CDD - Center Double Decrease): 3 L prjónaðar saman þannig að hægri prjóni er stungið framanfrá í tvær lykkjur og þær teknar óprjónaðar yfir á hæ prjóninn, næsta L er prjónuð sl og hinum tveimur steypt yfir báðum í einu. Þannig kemur miðjulykkjan fremst.

br brugðið
L lykkja / lykkjur
PM prjónamerki
sPM setjið prjónamerki
prj prjónn / prjónið/-að
Ra Ranga
Ré Rétta
sl slétt

Skylt efni: teppi

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...