Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lómur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tveir brúsarnir sem verpa hérna á Íslandi. Himbriminn er nokkuð stór og getur orðið allt að því 3,5 kg en lómurinn er minnstur í brúsaættinni, eða um 1,7 kg. Þannig að þótt þeir séu náskyldir og að nokkru leyti líkir í útliti, þá er stærðarmunurinn mjög augljós. Hann er að nokkru leyti staðfugl, sumir fljúga til Vestur-Evrópu á haustin á meðan aðrir dvelja á sjó við landið. Þeir verpa við tjarnir, vötn og læki stutt frá sjó. Líkt og aðrir brúsar eru lómar nokkuð sérhæfðar fiskiætur. Þrátt fyrir það sé algengt að þeir verpi við fisklausar tjarnir eða læki, þá er það alltaf þar sem stutt er í fiskauðuga staði. Segja má að lómar séu nokkuð félagslyndir af brúsa að vera. Þeir eiga það til að verpa í dreifðum byggðum þar sem stutt getur verið á milli óðala. Þetta er mjög ólíkt himbrima sem á það til að helga sér mjög stór óðöl, jafnvel heilu vötnin. Fætur lómsins eru mjög aftarlega á búknum sem gerir hann mjög góðan til sunds og fiman kafara, en í staðinn er hann hálfvonlaus á landi og getur ekki gengið heldur spyrnir sér áfram á maganum. Hreiðrin eru því ávallt alveg við vatnsbakka þar sem auðvelt er að renna sér út í vatnið án þess að mikið beri á því.

Skylt efni: fuglinn

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f