Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lómur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tveir brúsarnir sem verpa hérna á Íslandi. Himbriminn er nokkuð stór og getur orðið allt að því 3,5 kg en lómurinn er minnstur í brúsaættinni, eða um 1,7 kg. Þannig að þótt þeir séu náskyldir og að nokkru leyti líkir í útliti, þá er stærðarmunurinn mjög augljós. Hann er að nokkru leyti staðfugl, sumir fljúga til Vestur-Evrópu á haustin á meðan aðrir dvelja á sjó við landið. Þeir verpa við tjarnir, vötn og læki stutt frá sjó. Líkt og aðrir brúsar eru lómar nokkuð sérhæfðar fiskiætur. Þrátt fyrir það sé algengt að þeir verpi við fisklausar tjarnir eða læki, þá er það alltaf þar sem stutt er í fiskauðuga staði. Segja má að lómar séu nokkuð félagslyndir af brúsa að vera. Þeir eiga það til að verpa í dreifðum byggðum þar sem stutt getur verið á milli óðala. Þetta er mjög ólíkt himbrima sem á það til að helga sér mjög stór óðöl, jafnvel heilu vötnin. Fætur lómsins eru mjög aftarlega á búknum sem gerir hann mjög góðan til sunds og fiman kafara, en í staðinn er hann hálfvonlaus á landi og getur ekki gengið heldur spyrnir sér áfram á maganum. Hreiðrin eru því ávallt alveg við vatnsbakka þar sem auðvelt er að renna sér út í vatnið án þess að mikið beri á því.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...