Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lömb eru vitsmunaverur
Líf og starf 28. desember 2022

Lömb eru vitsmunaverur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Íslensk lömb – Lambadagatal 2023 er komið út.

Prýðir það að venju ljósmyndir frá sauðburði í maí 2022, af um sólarhrings gömlum lömbum úti í íslenskri náttúru í fyrsta sinn í lífinu. Myndirnar fanga vel fegurð þeirra, persónuleika, geðslag ásamt þeirri einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi að vori. Margslungnum litaafbrigðum íslensku sauðkindarinnar eru gerð góð skil á dagatölunum nú sem fyrr og nefna má t.a.m. hvít, svört, doppótt, móbíldótt, mórautt, móbotnótt, svarbotnótt, goltótt, gráírótt, móflekkótt, grábotnótt, ýrumókrúnótt, leistótt, baugótt auk fjölda annarra litaafbrigða íslensku sauðkindarinnar.

Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, er útgefandi og höfundur lambadagatalsins og segir það bæði gefandi og krefjandi að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði.

„Þau eru mjög sjálfstæð, og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem um er að vera. Áður en lömbin fara í myndatöku þarf að vera búið að spjalla við þau, kela, knúsa, vinna traust þeirra og vináttu svo þau verði nú ekki skelfingu lostin yfir þessari margbreytilegu og skrítnu veröld sem þau eru að upplifa og hafa þarf í huga grundvallarregluna í samskiptum. Lömb eru vitsmunaverur með tilfinningar og það þarf að koma fram við þau sem slík.“

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...