Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Uppskera á dönskum kornakri.
Uppskera á dönskum kornakri.
Fréttir 10. apríl 2015

Lokun Rússlandsmarkaðar veldur verðfalli á dönskum afurðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Danska bankakerfið er nú farið að finna hitann af þeim vanda sem skapast hefur vegna banns ESB á sölu landbúnaðarafurða til Rússa. Er þetta farið að valda vandræðum hjá þeim sjóðum sem fjárfest hafa í dönskum landbúnaði. 
 
Á árinu 2012 fluttu Danir út vörur til Rússlands að verðmæti 1,6 milljörðum evra. Um 25% af því voru landbúnaðarafurðir að því er fram kemur á vefsíðu CityWire. Nú er sá markaður algjörlega lokaður og danskir bændur verða að finna aðra markaði fyrir afurðir sínar. Hefur þetta valdið verðfalli á framleiðsluvörum og er þegar farið að hafa mjög slæm áhrif m.a. á landbúnað í Danmörku, í norðurhéruðum Svíþjóðar og Finnlands.  
 
Fjárfestingasjóðir hafa verið neyddir til að losa sig við bréf tengd landbúnaði til að lækka ekki í mati matsfyrirtækjanna. Eru danskir bankar sagðir farnir að tapa drjúgt vegna ástandsins. Þá er ljóst að viðskiptabannið kann að vera að koma í bakið á ESB-löndunum og gæti haft langvarandi áhrif á landbúnað í þeim löndum. Ljósasta vísbendingin um það er að Rússar keppast nú við að styrkja fæðuöryggi sitt og vinna að því öllum árum að rússneska þjóðin verði óháð öðrum ríkjum með mat.  
 
Samkvæmt frétt á vef City Wire 6. mars eru danskir bændur að verða fyrir miklum skaða vegna viðskiptabannsins. Verð á kjöti og mjólk hefur lækkað mjög á mörkuðum, en landbúnaður í Danmörku er hlutfallslega mun mikilvægari fyrir afkomu ríkisins en landbúnaður á hinum Norðurlöndunum. Í því sambandi má nefna gríðarlegan útflutning Dana á svínakjöti og á grísum til áframeldis, einkum í Póllandi, sem keppir svo við landbúnaðarframleiðslu Svía og Finna. Danski landbúnaðarklasinn og matvælaiðnaðurinn er ein öflugasta atvinnugreinin í landinu og framleiðir fæðu fyrir um 15 milljónir manna. Það er nærri þrefalt meira en Danir þurfa sjálfir en þeir voru rúmlega 5,6 milljónir talsins nú í janúar. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...