Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vaskur sjálfboðaliði að störfum. Markmiðið með Einkunnadeginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum.
Vaskur sjálfboðaliði að störfum. Markmiðið með Einkunnadeginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum.
Mynd / Vefur Borgarbyggðar
Fréttir 22. september 2021

Lokið við aðkallandi verkefni í Einkunnum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fólkvangurinn í Einkunnum, sem er útivistarsvæði í Borgarbyggð, um 7 km norður af Borgarnesi, nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa og gesta í Borgarbyggð og vinsældir hans eru alltaf að aukast.

Blásið var á dögunum til Einkunnadagsins 2021, en það er samstarfsverkefni umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunn, Ferðafélags Borgarfjarðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar.

Markmiðið með deginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum, t.d. stika gönguleiðina milli Einkunna og Borgar, grisja gróður, lagfæra og smíða brýr og lagfæra stíga. Um þrjátíu manns mættu á staðinn og er skemmst frá því að segja að þátttaka og afköst voru framar öllum væntingum að því er fram kemur á vefsíðu Borgarbyggðar.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...