Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vaskur sjálfboðaliði að störfum. Markmiðið með Einkunnadeginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum.
Vaskur sjálfboðaliði að störfum. Markmiðið með Einkunnadeginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum.
Mynd / Vefur Borgarbyggðar
Fréttir 22. september 2021

Lokið við aðkallandi verkefni í Einkunnum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fólkvangurinn í Einkunnum, sem er útivistarsvæði í Borgarbyggð, um 7 km norður af Borgarnesi, nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa og gesta í Borgarbyggð og vinsældir hans eru alltaf að aukast.

Blásið var á dögunum til Einkunnadagsins 2021, en það er samstarfsverkefni umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunn, Ferðafélags Borgarfjarðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar.

Markmiðið með deginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum, t.d. stika gönguleiðina milli Einkunna og Borgar, grisja gróður, lagfæra og smíða brýr og lagfæra stíga. Um þrjátíu manns mættu á staðinn og er skemmst frá því að segja að þátttaka og afköst voru framar öllum væntingum að því er fram kemur á vefsíðu Borgarbyggðar.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...